Erlent

Fjöldi mótmælir nýjum og ströngum sóttvarnaaðgerðum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í Brussel.
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í Brussel. epa/Stephanie Lecocq

Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi í Austurríki á miðnætti vegna kórónuveirufaraldursins og er öllum landsmönnum gert að halda sig heima næstu tíu dagana hið minnsta.

Öllum verslunum sem ekki selja nauðsynjavöru hefur verið lokað og þurfa allir að vinna heimanfrá sér nema þeir sem enga möguleika hafa á því. 

Fleiri ríki hafa hert á reglum sínum og til átaka hefur komið á götum úti á nokkrum stöðum eins og í Hollandi og í Belgíu. 

Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu, hvetur ríki til að herða tökin í aðgerðunum og varar hann við því að ef ekkert verði að gert gætu 500 þúsund manns til viðbótar dáið af völdum Covid-19 áður en vorið gengur í garð. 

Austurríkismenn hafa síðan gengið skrefi lengra og gert bólusetningar að skyldu í landinu frá næstu áramótum. 

Viðlíka aðgerðir eru nú til umræðu á þýska þinginu þar sem faraldurinn er í mikilli uppsveiflu og gjörgæsludeildur eru fullar en þar greinast nú fleiri smitaðir á hverjum degi heldur en nokkru sinni frá upphafi faraldurs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×