Erlent

Fyrsta and­lát af völdum Co­vid í Græn­landi

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Nuuk er höfuðborg Grænlands.
Nuuk er höfuðborg Grænlands. Getty/Jessie Brinkman Evans

Eldri maður lést af völdum Co­vid-19 á Græn­landi í vikunni en hann er sá fyrsti sem deyr vegna veirunnar í landinu.

„Því miður erum við núna á þeim stað í far­aldrinum að við getum hæg­lega búist við því að hann kosti okkur manns­líf og muni þróast á sama hátt og annars staðra í heiminum,“ er haft eftir land­lækni Græn­lands Henrik L. Han­sen í græn­lenska miðlinum Sermitsiaq.

Í Græn­landi búa um 56 þúsund manns en þar hafa ekki nema rúm­lega 1.200 greinst smitaðir af veirunni síðan við upp­haf far­aldursins.

Nýjasta bylgjan hefur verið á mikilli upp­leið þar síðustu daga eins og víðast hvar í Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.