Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 08:42 Mótmælendur kveiktu elda og lögregla skaut á mótmælendur og sprautaði á þá vatni. EPA-EFE/VLN NIEUWS Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira