Ætla að víta þingmann sem birti myndband af sér að drepa þingkonu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 15:56 Paul Gosar frá Arizona er einn af öfgafyllri þingmönnum Repúblikanaflokksins. AP/Andrew Harnik Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætla að ávíta þingmanni Repúblikanaflokksins sem birti myndband sem sýndi hann drepa þingkonu og leggja til Joes Biden forseta með sverðum á samfélagsmiðlum. Repúblikanar vildu ekki refsa þingmanninum. Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Paul Gosar er umdeildur þingmaður Repúblikanaflokksins frá Arizona en hann hefur meðal annars komið fram á viðburðum með hægriöfgamönnum og dreift upplýsingafalsi um forsetakosningarnar í fyrra. Svo umdeildur er hann að hans eigin systkini hvöttu kjósendur til þess að velja frekar keppinaut hans í þingkosningunum árið 2018. Fyrir nokkrum dögum birti Gosar teiknimynd sem átt hafði verið við þannig að hann virtist drepast Alexandriu Ocasio-Cortez, fulltrúadeildarþingkonu Demókrataflokksins, og drepa Biden forseta. Gosar hélt því fram að myndbandið væri „táknrænt“ fyrir baráttu flokkanna um innflytjendastefnu en eyddi myndbandinu síðan af samfélagsmiðlasíðum sínum. Fulltrúadeildin greiðir atkvæði um formlegar ávítur á hendur Gosar í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þá er kallað eftir því að þingmaðurinn missi sæti sín í tveimur þingnefndum. Hann situ meðal annars með Ocasio-Cortez í eftirlitsnefnd þingsins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að ofbeldishótanir í garð þingmanna og forsetans yrðu ekki umbornar. Hún sagði fréttamönnum jafnframt að það væri svívirðilegt að þingflokkur repúblikana í fulltrúadeildinni hefði ekki aðhafst neitt vegna málsins. Speaker Pelosi to @GarrettHaake on the Gosar censure vote today and slamming the GOP for not acting pic.twitter.com/06twoXqShD— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) November 17, 2021 Repúblikanar segja það á móti varhugarvert að meirihlutinn í fulltrúadeildinni noti völd sín til þess að refsa þingmanni minnihlutans og að það setji slæmt fordæmi. Segir Gosar ógeð sem hafi ekki beðist afsökunar Ocasio-Cortez er á meðal vinstrisinnaðri þingmanna Demókrataflokksins og repúblikanar hafa reynt að nota hana sem grýlu á kjósendur um að demókratar aðhyllist vinstriöfgahyggju. Hún brást við myndbandinu með því að lýsa Gosar sem ógeðslegum. Myndbandið væru hugarórar hans um að drepa hana. Hvorki Gosar né Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, hafi beðið hana afsökunar á myndbandinu. Þess í stað hafi Gosar sakað hana um að vera einhvers konar fulltrúa fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Hægrisinnaðir fjölmiðlar hafa meðal annars birt falsaða nektarmynd af Ocasio-Cortez. Hún sakaði einn þingmann Repúblikanaflokksins um að hafa kallað sig „helvítis tík“ þegar þau mættust við þinghúsið í Washington-borg í fyrra. Síðast voru ávítur samþykktar á hendur bandarísks fulltrúadeildarþingmanns árið 2010. Þá sætti Charles Rangel, þingmaður demókrata, ákúrum fyrir fjárglæfrar. Engar frekari afleiðingar fylgja því að vera ávíttur í þinginu aðrar en mögulegir álitshnekkir. Marjorie Taylor Green, þingkona repúblikana frá Georgíu, var svipt nefndarstörfum fyrir að deila hatursorðræðu og ofbeldisfullum samsæriskenningum fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Alexandria Ocasio-Cortez var skotspónn níðs tveggja lögregluþjóna sem nú hefur verið vikið frá störfum. Hún er ein fjögurra þingkvenna sem Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarið. 23. júlí 2019 14:34
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Landamæraverðir grínuðust með dauða förufólks og svívirtu þingkonu Í leynilegum Facebook-hóp deildu núverandi og fyrrverandi landamæraverðir meðal annars fölsuðum myndum af þingkonunni Alexandriu Ocasio-Cortez í kynferðislegum athöfnum. 2. júlí 2019 10:53