Erlent

Systkini þingmanns snúast gegn honum með sláandi auglýsingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Paul Gosar þykir umdeildur.
Paul Gosar þykir umdeildur. Vísir/Getty
Sex systkini þingmannsins og repúblikans Paul Gosar hafa gefið út auglýsingu þar sem þau hvetja kjósendur í Arizona-ríki Bandaríkjunum til þess að kjósa andstæðing hans, David Brill frambjóðanda demókrata í þingkosningunum þar í landi í nóvember næstkomandi.

Í auglýsingunni, sem sjá má hér að neðan, koma þau fram sem „venjulegur íbúar“ Arizona þar sem þau ræða um hvað Gosar sé ómögulegur þingmaður sem starfi ekki fyrir íbúa í kjördæminu sem hann býður sig fram í. Auglýsingin þykir nokkuð sláandi þar sem það er ekki fyrr en í enda hennar sem fram kemur að þau sem leika í auglýsingunni séu systkini Gosar.

„Hann hlustar ekki á ykkur og hann hefur ekki ykkar hagsmuni að leiðarljósi,“ segir Tim Gosar, bróðir hans í auglýsingunni.

Staðarblöð í Arizona hafa þó fjallað um að þrátt fyrir að auglýsingin hafi vakið mikla athygli komi það ekki endilega á óvart að systkinin sex styðji andstæðing bróður þeirra. Gosar þykir vera einn íhaldsamasti þingmaður repúblikana. Er hann mjög umdeildur og hafa syskinin áður gagnrýnt hann opinberlega.

Þá eru fleiri auglýsingar frá systkinunum til stuðnings Brill í deiglunni en Gosar hefur enn ekki tjáð sig um auglýsinguna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.