Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 08:45 Foreldrar með tveimur börnum sínum sigla á bát á flóðavatni sem liggur yfir veg í Abbotsford í Bresku Kólumbíu. Gríðarlegt tjón varð þar. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada. Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada.
Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira