Ein látin eftir ógurleg flóð í Kanada og Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 08:45 Foreldrar með tveimur börnum sínum sigla á bát á flóðavatni sem liggur yfir veg í Abbotsford í Bresku Kólumbíu. Gríðarlegt tjón varð þar. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Kona fórst í aurskriðu á hraðbraut utan við Vancouver í Kanada eftir metúrkomu á svæðinu. Að minnsta kosti tveggja er saknað til viðbótar þar. Stanslaus rigning síðustu daga hefur valdið miklum flóðum í norðvestanverðum Bandaríkjunum og suðvestanverðu Kanada sem urðu illa úti í fordæmalausri hitabylgju í sumar. Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada. Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Rúmlega fjórtán sentímetrar regns féllu við alþjóðaflugvöllinn í Bellingham í Washington frá laugardegi til mánudags. Meðalúrkoma þar í öllum nóvembermánuði er vanalega rúmir þrettán sentímetrar. Úrkoman fylgdi óveðri sem kom af Kyrrahafi og gekk yfir Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Meðalvindhraðinn í vestanverðu Washington náði hátt í 27 metrum á sekúndu á mánudag. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu segja að óveðrið sé það versta í heila öld þar. Það kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að fimm hundruð manns létust í methitabylgju í sumar. Heilt fjallaþorp brann meðal annars til grunna í skógar- og gróðureldum sem kviknuðu. Hitamet voru víða slegin með margra gráða mun bæði í Bresku Kólumbíu og sunnan landamæranna í Washington. Rýma hefur þurft þorp og bæi beggja vegna landamæranna vegna flóðanna. Flætt hefur yfir vegi og rafmagni slegið út, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Kanada þurfti meðal annars að bjarga fólki með þyrlu sem varð innlyksa í fjallabæ þegar vegir lokuðust. Í smábænum Sumas í Washington-ríki í Bandaríkjunum nærri landamærunum að Kanada segja embættismenn tjónið gríðarlegt. Hundruð manna yfirgáfu heimili sín og áætlað er að þrjú af hverjum fjórum íbúðarhúsum hafi orðið fyrir vatnstjóni. Drengir að leik við flóðvarnarvegg við Skagi-ána í miðbæ Mount Vernon í Washington í Bandaríkjunum. Áin flæddi yfir bakka sína í úrhellisúrkomu síðustu daga.AP/Elaine Thompson Sumas-áin sem rennur í gegnum Washington og Bresku Kólumbíu í Kanada flæddi yfir bakka sína þannig að björgunarfólk í Abbotsford norðan landamæranna fékk ekki rönd við reist. Þúsundir manna hafa flúið flóð og aurskriður á svæðinu frá því á sunnudagskvöld. Henry Braun, borgarstjóri í Abbotsford, segir að vegir séu ófærir og það hafi skapað glundroða þegar yfirvöld reyndu að koma fólki undan vatnselgnum. Tvö stærstu lestarfélög Kanada búast við því að það taki fleiri daga að hreinsa brak af teinum í sunnanverðri Bresku Kólumbíu. Á meðan komast vörur ekki til hafnar í Vancouver, stærstu hafnar Kanada.
Kanada Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira