Veður

Djúp lægð stjórnar veðrinu austan­til en hægara vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Veðrinu á austanverðu landinu er stjórnað af djúpri lægð við Jan Mayen og þar er norðvestan hvassviðri eða stormur með éljum.
Veðrinu á austanverðu landinu er stjórnað af djúpri lægð við Jan Mayen og þar er norðvestan hvassviðri eða stormur með éljum. Vísir/Vilhelm

Veður á landinu er nú tvískipt og mikill munur á milli landshelminga. Vestantil ræður hæðarhryggur ríkjum og þar er hæg breytileg átt og léttskýjað.

Veðrinu á austanverðu landinu er hins vegar stjórnað af djúpri lægð við Jan Mayen og þar er norðvestan hvassviðri eða stormur með éljum. Það lægir þó smám saman í dag og styttir upp. Frost um allt land, en allt að átta stig inn til landsins.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að seint í dag nálgist svo úrkomusvæði úr suðri og í kvöld verði kominn austan strekkingur nærri suðurströndinni með snjókomu eða slyddu og hitinn mjakast uppávið.

„Á morgun er spáð austlægri átt á landinu og vindur nær sér ekki á strik, verður yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Sunnanlands verður rigning eða slydda með köflum og snjókoma í uppsveitum. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt og kalt norðantil framan af degi, en fer að snjóa þar seinnipartinn með minnkandi frosti.“

Spákortið fyrir hádegið.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austlæg átt 5-13 m/s. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu og snjókoma í uppsveitum. Hiti 0 til 5 stig. Þurrt og kalt norðantil framan af degi, en fer að snjóa þar seinnipartinn með minnkandi frosti.

Á föstudag: Norðlæg átt 5-10 á norðanverðu landinu með dálitlum éljum og frost 0 til 4 stig. Hægari vindur sunnantil, slydda eða rigning og hiti 0 til 4 stig, en úrkomulítið um kvöldið.

Á laugardag: Norðanátt, víða 8-13 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig. Hægari vindur, um kvöldið, þurrt veður og herðir á frosti.

Á sunnudag: Gengur í suðvestan og vestan 13-20, hvassast norðvestanlands. Rigning eða slydda með köflum á vestanverðu landinu, en þurrt austanlands. Hlýnandi veður.

Á mánudag: Vestan- og norðvestanátt og allvíða slydda eða snjókoma um tíma. Þurrviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag: Norðan og norðvestan 5-10 og lítilsháttar él, en bjartviðri sunnanlands. Kalt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.