Stjóri ensks úrvalsdeildarliðs svaf í tjaldi yfir nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, á hliðarlínunni í leik á móti Liverpool á Anfield. Getty/Shaun Botterill Graham Potter og þjálfarateymi hans hjá Brighton & Hove Albion fóru á dögunum sérstaka leið til að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Brighton & Hove sem er á suðurströnd Englands. Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United. Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira