Stjóri ensks úrvalsdeildarliðs svaf í tjaldi yfir nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, á hliðarlínunni í leik á móti Liverpool á Anfield. Getty/Shaun Botterill Graham Potter og þjálfarateymi hans hjá Brighton & Hove Albion fóru á dögunum sérstaka leið til að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Brighton & Hove sem er á suðurströnd Englands. Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Sjá meira