Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 09:04 Delegates pack the hall at the COP26 U.N. Climate Summit in Glasgow, Scotland, Thursday, Nov. 11, 2021. (AP Photo/Alberto Pezzali) AP/Alberto Pezzali Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina. Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Sjá meira
Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00