Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:28 Portúgalinn Antonio Guterres brúnaþungur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sem nú stendur yfir. AP/Alberto Pezzali Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ráðstefnunni á að ljúka um helgina en enn standa þó nokkur mál út af borðinu, þar á meðal alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þær snauðari. Í drögum að samkomulagi sem bresku gestgjafarnir lögðu fram í gær var kveðið á um að ríki uppfæri landsmarkmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok næsta árs og hætti niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Öll ríkin þurfa að samþykkja endanlega útgáfu samkomulagsins, þar á meðal olíuríki eins og Sádi-Arabía. Miðað við núverandi landsmarkmið þjóða stefnir í að hnattræn hlýnun nái 2,4°C á þessari öld, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins. Það kveður á um að hlýnun verði haldið vel innan tveggja gráða en helst innan einnar og hálfrar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. „Það versta væri að ná samkomulagi þar sem allt er lagt í sölurnar með lægsta mögulega samnefnara sem tæki ekki á þeim risavöxnu áskorunum sem við stöddum frammi fyrir,“ segir Guterres í viðtali við AP-fréttastofuna. Ríkin verði að auka metnað sinn á öllum sviðum, í að takmarka hlýnun, aðlagast loftslagsbreytingum og fjármagna aðgerðir. Þegar hefur hlýnað á jörðinni um rúma eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Í vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst kom fram að líkur væru á því að 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins gæti brostið strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun. Því segir Guterres að þó að enn sé hægt að ná 1,5 gráðu markmiðinu sé það í „öndunarvél“. Vonir einhverra glæddust um að loftslagsráðstefnan skilaði árangri eftir að stórveldin Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heimi, tilkynntu óvænt um að þau ætluðu að vinnan nánar saman á sviði loftslagsmála og hraða aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í gær.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“