KR bauð Óskari Erni eins árs samning og bíður svars frá honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 14:36 Óskar Örn Hauksson liggur undir feldinum fræga. vísir/Hulda Margrét KR-ingar bíða eftir svari frá fyrirliða sínum, Óskari Erni Haukssyni, hvort hann taki samningstilboði þeirra. Samningur Óskars við KR rann út eftir síðasta tímabil. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Óskar væri líklega á leið í Stjörnuna en tilboð Garðbæinga hafi verið talsvert bitastæðara en tilboð KR-inga. Í samtali við Vísi sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að þar á bæ biðu menn eftir svari frá Óskari.„Hann er með samningstilboð á borðinu frá okkur, sem gerir ráð fyrir því að hann fái nýjan samning til eins árs. Boltinn er hjá honum. Hann er samningslaus þannig hann má ræða við önnur félög. En að sjálfsögðu viljum við halda honum eins og tilboðið ber með sér,“ sagði Páll.Að hans sögn hefur Óskar ekki greint KR-ingum frá því hvenær hann hyggist svara þeim.„Við höfum áður samið við hann á þessum tíma og þessum forsendum. Auðvitað er farið að síga á seinni hlutann en honum er frjálst að líta í kringum sig. En ég veit ekki hvort hann er í viðræðum við Stjörnuna eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eða önnur félög. Ég þekki það ekki og ekkert velt því fyrir mér. Hann er bara með tilboð frá okkur og við viljum halda honum eins og hann veit,“ sagði Páll.Óskar hefur leikið með KR undanfarin fimmtán ár og er fyrirliði liðsins. Hann er leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 239 leiki og 73 mörk. Óskar lék alla 22 leiki KR í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk. KR-ingar enduðu í 3. sæti.Ekki náðist í Óskar við gerð fréttarinnar. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Samningur Óskars við KR rann út eftir síðasta tímabil. Fótbolti.net greindi frá því í gær að Óskar væri líklega á leið í Stjörnuna en tilboð Garðbæinga hafi verið talsvert bitastæðara en tilboð KR-inga. Í samtali við Vísi sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, að þar á bæ biðu menn eftir svari frá Óskari.„Hann er með samningstilboð á borðinu frá okkur, sem gerir ráð fyrir því að hann fái nýjan samning til eins árs. Boltinn er hjá honum. Hann er samningslaus þannig hann má ræða við önnur félög. En að sjálfsögðu viljum við halda honum eins og tilboðið ber með sér,“ sagði Páll.Að hans sögn hefur Óskar ekki greint KR-ingum frá því hvenær hann hyggist svara þeim.„Við höfum áður samið við hann á þessum tíma og þessum forsendum. Auðvitað er farið að síga á seinni hlutann en honum er frjálst að líta í kringum sig. En ég veit ekki hvort hann er í viðræðum við Stjörnuna eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eða önnur félög. Ég þekki það ekki og ekkert velt því fyrir mér. Hann er bara með tilboð frá okkur og við viljum halda honum eins og hann veit,“ sagði Páll.Óskar hefur leikið með KR undanfarin fimmtán ár og er fyrirliði liðsins. Hann er leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 239 leiki og 73 mörk. Óskar lék alla 22 leiki KR í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk. KR-ingar enduðu í 3. sæti.Ekki náðist í Óskar við gerð fréttarinnar.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira