Andersson tekin við sem formaður af Löfven Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2021 07:48 Magdalena Andersson hefur gegnt embætti fjármálaráðherra landsins síðustu sjö ár. Góðar líkur eru á að hún verði fyrsta konan til að taka við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. Ekki kom á óvart að Andersson tæki við sem formaður flokksins en 26 flokksfélög Jafnaðarmannaflokksins höfðu öll tilnefnt Andersson sem nýjan formann. Löfven tilkynnti í haust að hann hygðist hætta sem formaður flokksins og svo forsætisráðherra á landsþinginu sem nú stendur yfir. Flest bendir til að Andersson muni svo taka við sem forsætisráðherra Svíþjóðar á næstu dögum þó að ekkert sé gefið í þeim efnum. Andersson þarf fyrst að tryggja sér stuðning þingflokka þeirra flokka sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, það er Miðflokksins og Vinstriflokksins. Forseti sænska þingsins mun líklegast tilnefna Andersson sem forsætisráðherra í næstu viku og þarf meirihluti þingsins að umbera Andersson sem forsætisráðherra, það ekki greiða atkvæði gegn henni, til að hún geti tekið við forsætisráðherraembættinu af Löfven. Gangi það eftir yrði hún fyrsta konan til að gegna forsætisráðherraembættinu í Svíþjóð. Hin 54 ára Andersson hefur gegnt embætti fjármálaráðherra landsins síðustu sjö ár. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð haustið 2022. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29. september 2021 12:54 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Ekki kom á óvart að Andersson tæki við sem formaður flokksins en 26 flokksfélög Jafnaðarmannaflokksins höfðu öll tilnefnt Andersson sem nýjan formann. Löfven tilkynnti í haust að hann hygðist hætta sem formaður flokksins og svo forsætisráðherra á landsþinginu sem nú stendur yfir. Flest bendir til að Andersson muni svo taka við sem forsætisráðherra Svíþjóðar á næstu dögum þó að ekkert sé gefið í þeim efnum. Andersson þarf fyrst að tryggja sér stuðning þingflokka þeirra flokka sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, það er Miðflokksins og Vinstriflokksins. Forseti sænska þingsins mun líklegast tilnefna Andersson sem forsætisráðherra í næstu viku og þarf meirihluti þingsins að umbera Andersson sem forsætisráðherra, það ekki greiða atkvæði gegn henni, til að hún geti tekið við forsætisráðherraembættinu af Löfven. Gangi það eftir yrði hún fyrsta konan til að gegna forsætisráðherraembættinu í Svíþjóð. Hin 54 ára Andersson hefur gegnt embætti fjármálaráðherra landsins síðustu sjö ár. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð haustið 2022.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29. september 2021 12:54 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Tilnefna Andersson sem nýjan formann sænskra Jafnaðarmanna Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn. 29. september 2021 12:54
„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42