Klopp hataði að þurfa að taka Mane af velli í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Jürgen Klopp ræðir við Sadio Mane í fyrri hálfleiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í gær. AP/Jon Super Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að taka mjög skynsamlega en um leið ósanngjarna ákvörðun í Meistaradeildarsigrinum á móti Atletico Madrid í gær. Klopp tók þá Sadio Mane af velli í hálfleik en senegalski framherjinn hafði skorað í fyrri hálfleiknum og átti alls ekki skilið að fara af velli svona snemma. We all saw what the Madrid players did, rolling around to try to equal the number of players again. I didn t like it but it was the right thing to do. Jurgen Klopp has admitted that he hated taking Sadio Mane off at half-time#LFC #LIVATM #UCLhttps://t.co/Sgs7MSpppp— talkSPORT (@talkSPORT) November 4, 2021 Ástæða skiptingarnar var sú að Mane var kominn með gult spjald og leikmenn Atletico voru löngu farnir á fullt að reyna að veiða hann af velli. „Ég taldi að þetta væri það rétta í stöðunni en ég hataði það meira en þú getur ímyndað þér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Ég hafði áhyggjur af því að Sadio myndi ekki ráða við tilfinningarnar. Hann var rólegur en svo kemur staðan að boltinn fer upp í loft, hann fer í skallaeinvígið og leikmaður Atletico hrynur niður í jörðina,“ sagði Klopp. Liverpool boss Jurgen Klopp admits he was reluctant to substitute Sadio Mane at half-time to protect him from a second yellow card | @DominicKing_DM https://t.co/J6MxKKSzxI— MailOnline Sport (@MailSport) November 4, 2021 „Við sáum öll hvað leikmenn Madridarliðsins gerðu. Þeiru voru rúllandi um völlinn til að ná að jafna aftur í liðunum. Ég var ekki hrifinn af þessu en þetta var það rétta í stöðunni,“ sagði Klopp. Hollenski dómarinn Danny Makkelie lyfti alls sjö gulum spjöldum og einu rauðu í þessum leik. Mane var einn af þremur Liverpool mönnum sem fengu spjald en hinir tveir, Diogo Jota og Joel Matip, fengu spjaldið sitt undir lok leiksins. Sadio Mane skoraði sitt annað mark í Meistaradeildinni í þessum leik en hann skoraði líka á móti Porto. Liverpool hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni í vetur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Klopp tók þá Sadio Mane af velli í hálfleik en senegalski framherjinn hafði skorað í fyrri hálfleiknum og átti alls ekki skilið að fara af velli svona snemma. We all saw what the Madrid players did, rolling around to try to equal the number of players again. I didn t like it but it was the right thing to do. Jurgen Klopp has admitted that he hated taking Sadio Mane off at half-time#LFC #LIVATM #UCLhttps://t.co/Sgs7MSpppp— talkSPORT (@talkSPORT) November 4, 2021 Ástæða skiptingarnar var sú að Mane var kominn með gult spjald og leikmenn Atletico voru löngu farnir á fullt að reyna að veiða hann af velli. „Ég taldi að þetta væri það rétta í stöðunni en ég hataði það meira en þú getur ímyndað þér,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. „Ég hafði áhyggjur af því að Sadio myndi ekki ráða við tilfinningarnar. Hann var rólegur en svo kemur staðan að boltinn fer upp í loft, hann fer í skallaeinvígið og leikmaður Atletico hrynur niður í jörðina,“ sagði Klopp. Liverpool boss Jurgen Klopp admits he was reluctant to substitute Sadio Mane at half-time to protect him from a second yellow card | @DominicKing_DM https://t.co/J6MxKKSzxI— MailOnline Sport (@MailSport) November 4, 2021 „Við sáum öll hvað leikmenn Madridarliðsins gerðu. Þeiru voru rúllandi um völlinn til að ná að jafna aftur í liðunum. Ég var ekki hrifinn af þessu en þetta var það rétta í stöðunni,“ sagði Klopp. Hollenski dómarinn Danny Makkelie lyfti alls sjö gulum spjöldum og einu rauðu í þessum leik. Mane var einn af þremur Liverpool mönnum sem fengu spjald en hinir tveir, Diogo Jota og Joel Matip, fengu spjaldið sitt undir lok leiksins. Sadio Mane skoraði sitt annað mark í Meistaradeildinni í þessum leik en hann skoraði líka á móti Porto. Liverpool hefur unnið alla fjóra leiki sína í Meistaradeildinni í vetur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira