Magnaðar myndir sýna La Palma á kafi í ösku Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2021 08:39 Áætlað er að um tvö þúsund byggingar hafi eyðilagst í eldgosinu sem hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn. AP/Emilio Morenatti Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur. Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra. Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku. Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð. Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni. Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma. Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio Morenatti Mikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio Morenatti Íbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio Morenatti Gosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio Morenatti Spænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio Morenatti Náttúran minnir á sig.AP/Emilio Morenatti Landslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio Morenatti Loftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio Morenatti Hraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio Morenatti Inngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio Morenatti Nokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti
Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Ljósmyndun Spánn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira