Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 15:14 Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað hrekkjavökubúninga úr sjónvarpsþáttunum Squid Game. Barnið á myndinni er einmitt klætt í slíkan búning. Getty/Chung Sung-Jun Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Suðurkóresku þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir á Netflix í síðasta mánuði. Þættirnir fjalla um stórskuldugt fólk sem keppir í ýmsum barnaleikjum fyrir háar fjárhæðir í vinning. Leikirnir eru ekki hefðbundnir og mikið í húfi en takist leikmönnum ekki að klára leikina eða vinna þá eru þeir drepnir. Strax eftir frumsýningu fóru hrekkjavökubúningar úr sjónvarpsþáttunum að skjóta upp kollinum í verslunum, jafnvel í barnastærðum. Grunnskólarnir þrír í New York hafa tekið málið heljartaki og tilkynnt foreldrum að búningarnir flokkist sem of hræðilegir búningar. Samkvæmt reglum skólasvæðisins Fayetteville-Manlius í New York eru allir hrekkjavökubúningar sem sýna vopn eða þau sem teljast of ógeðslegir eða hræðilegir bannaðir. Craig Tice, stjórnandi skólasvæðisins, sagði í samtali við CBS News í dag að búningarnir flokkuðust undir það. Ástandið í skólum hafi þá versnað talsvert síðan þættirnir komu út. Nemendur hafi jafnvel verið að endurleika senur úr þáttunum í frímínútum. Þessir leikir væru að mati Tice ekki viðeigandi þar sem mikið ofbeldi tengdist þeim. Í Bandaríkjunum eru þættirnir bannaðir börnum undir sautján ára aldri en þrátt fyrir það hafa einhverjir foreldrar kvartað undan banninu. Á Bretlandi hafa kennarar lýst því að börn allt niður í sex ára aldur sést leika sér í þeim leikjum sem farið er í, í þáttunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hrekkjavaka Suður-Kórea Netflix Tengdar fréttir Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10 Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34 Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. 13. október 2021 13:10
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. 13. október 2021 11:34
Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. 12. október 2021 21:00