Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 14:38 Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður. Getty Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Í skýrslunni segir að þegar nýjar skuldbindingar ríkja hafi verið teknar með í reikninginn sé útlit fyrir að hitastig á jörðinni muni hækka um 2,7 gráður, að því er segir í skýrslunni, Emissions Gap Report 2021: The Heat Is On. Skýrslan er kynnt í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 sem hefst í Glasgow í næstu viku. Niðurstöður skýrslunnar eru að viðbætur við fyrri fyrirheit aðildarríkja feli aðeins í sér 7,5 prósenta aukalegan niðurskurð losunar gastegunda sem valdi gróðurhúsaáhrifum miðað við fyrri skuldbindingar. Hins vegar sé þörf á 30 prósenta niðurskurði til þess að markmið Parísarsamningsins um tveggja gráðu hlýnun jarðar og 55 prósenta niðurskurð losunar til að ná 1,5 gráðu markmiði. Engin nettó losun getur skipt sköpum Skýrslan sem kemur út í tólfta sinn er gefin út í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26). „Komist er að þeirri niðurstöðu að fyrirheit um enga nettó losun geti skipt miklu máli. Ef þau fyrirheit sem liggja fyrir ná fram að ganga gæti hlýnunin minnkað um hálfa gráðu og numið 2.2°C fram að aldamótum. Hins vegur eru slík fyrirheit oft og tíðum loðin, ófullkomin og engar raunhæfar aðgerðir fylgja þeim í landsmarkmiðum ríkja fyrir 2030,“ segir á vef Sameinuðu þjóðanna. Ekki vandamál framtíðarinnar, heldur samtíðarinnar Haft er eftir Inger Andersen, forstjóra Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að loftslagsbreytingar séu ekki vandamál framtíðarinnar heldur samtíðarinnar. „Við höfum átta ár til þess að helminga losun gróðurhúsalofttegunda til þess að eiga raunhæfa möguleika á að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C. Átta ár til að taka saman áætlanir, setja saman stefnumótun, hrinda þeim í framkvæmd og sjá til þess að skorið sé niður. Tif klukkunnar verður sífellt háværara,“ er haft eftir Inger. Í lok síðasta mánaðar höfðu 120 ríki afhent ný eða endurskoðuð landsmarkmið, en ríkin bera ábyrgð á rúmlega helming losunar gróðurhúsalofttegunda. Að auki hafa þrjú ríki sem eiga aðild að G20 hóp ríkustu landa heims tilkynnt um nýjar mildunaraðgerðir fyrir 2030. Guðmundur Ingi ræddi um loftslagsmarkmið Íslands á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þá sagði hann að besta virkjunin væri orkusparnaður.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar COP26 Tengdar fréttir Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01 Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. 1. október 2021 08:01
Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið. 2. september 2021 08:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“