Ástæðurnar fyrir lélegri pressu United-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:31 Leikmenn Manchester United virka ráðalausir þegar þeir pressa. getty/Ash Donelon Ole Gunnar Solskjær leggur litla áhersla á að æfa pressu á æfingum Manchester United. Þetta kemur eflaust engum sem horfir reglulega á liðið á óvart. United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51
Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00
Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01
Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31
Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01
Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30
„Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23