Ástæðurnar fyrir lélegri pressu United-liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:31 Leikmenn Manchester United virka ráðalausir þegar þeir pressa. getty/Ash Donelon Ole Gunnar Solskjær leggur litla áhersla á að æfa pressu á æfingum Manchester United. Þetta kemur eflaust engum sem horfir reglulega á liðið á óvart. United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum. Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
United steinlá fyrir Liverpool, 0-5, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikmenn Liverpool áttu ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum málamyndarpressu United-manna eins og sást í mörkunum fimm. Fleiri lið hafa leyst pressu United án þess að hafa mikið fyrir því á þessu tímabili. Í grein The Athletic um ástandið hjá United segir að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Solskjær að þeir ættu að pressa framarlega gegn Liverpool en þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig þeir áttu að framkvæma pressuna. Lítil áhersla er lögð á að æfa pressu á æfingum United og aðalskilaboðin eru að maðurinn sem er næst boltanum pressar á meðan hinir bakka og koma sér í stöður. Margoft í leik gerist það að leikmenn United hlaupa í átt að andstæðingi til að pressa en engir samherjar fylgja með og restin af liðinu er illa staðsett. Í leiknum gegn Liverpool pressaði Bruno Fernandes oft upp á eigin spýtur og skildi Scott McTominay og Fred eftir gegn þremur miðjumönnum Liverpool. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu og að leikmenn United séu farnir að efast um getu Solskjærs sem stjóra er fastlega búist við því að hann stýri liðinu gegn Tottenham á útivelli á laugardaginn. United hefur aðeins unnið þrjá af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum, alla á dramatískan hátt á lokamínútunum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51 Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00 Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Sjá meira
Zidane sagður ekki hafa áhuga á að taka við Manchester United Zinedine Zidane verður ekki næsti knattspyrnustjóri Manchester United fari svo að United ákveði að láta Ole Gunnar Solskjær fara. 26. október 2021 09:51
Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. 26. október 2021 08:00
Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01
Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31
Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01
Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30
„Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23