Mjög líklegt að Solskjær stýri United gegn Tottenham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 08:00 Líklegra en ekki er að Ole Gunnar Solskjær stýri Manchester United gegn Tottenham á laugardaginn. getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær verður áfram knattspyrnustjóri Manchester United, allavega um sinn, og stýrir liðinu gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Leikmenn United hafa þó margir hverjir misst trúna á honum. Solskjær er undir gríðarlega mikilli pressu eftir 0-5 tap fyrir Liverpool á Old Trafford í fyrradag. United hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Þrátt fyrir það er mjög líklegt að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn þegar United sækir Tottenham heim á laugardaginn samkvæmt heimildum The Athletic. Æðstu prestar hjá United funduðu í gær og hafa ákveðið að halda tryggð við Solskjær, allavega fram yfir leikinn gegn Tottenham. Í grein The Athletic kemur fram að Solskjær sé ekki lengur með alla leikmenn United á sínu bandi og þeir séu orðnir þreyttir á taktísku ráðaleysi hans. Ástandið er þó ekki jafn slæmt og þegar José Mourinho var rekinn fyrir tæpum þremur árum. Leikmenn United fengu frí í gær en mæta aftur á æfingasvæðið í dag. Þar verður væntanlega farið vel yfir leikinn skelfilega gegn Liverpool. Antonio Conte ku hafa áhuga á stjórastarfinu hjá United og í gær var greint frá því að félagið hefði sett sig í samband við hann. Conte er án starfs eftir að hafa hætt hjá Inter eftir síðasta tímabil. Conte vill venjulega ekki taka við liði á miðju tímabili en er tilbúinn að gera undirtekningu í tilfelli United. Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea á árunum 2016-18. Undir hans stjórn varð liðið bæði Englands- og bikarmeistari. Enski boltinn Tengdar fréttir Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Solskjær er undir gríðarlega mikilli pressu eftir 0-5 tap fyrir Liverpool á Old Trafford í fyrradag. United hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í 7. sæti hennar. Þrátt fyrir það er mjög líklegt að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn þegar United sækir Tottenham heim á laugardaginn samkvæmt heimildum The Athletic. Æðstu prestar hjá United funduðu í gær og hafa ákveðið að halda tryggð við Solskjær, allavega fram yfir leikinn gegn Tottenham. Í grein The Athletic kemur fram að Solskjær sé ekki lengur með alla leikmenn United á sínu bandi og þeir séu orðnir þreyttir á taktísku ráðaleysi hans. Ástandið er þó ekki jafn slæmt og þegar José Mourinho var rekinn fyrir tæpum þremur árum. Leikmenn United fengu frí í gær en mæta aftur á æfingasvæðið í dag. Þar verður væntanlega farið vel yfir leikinn skelfilega gegn Liverpool. Antonio Conte ku hafa áhuga á stjórastarfinu hjá United og í gær var greint frá því að félagið hefði sett sig í samband við hann. Conte er án starfs eftir að hafa hætt hjá Inter eftir síðasta tímabil. Conte vill venjulega ekki taka við liði á miðju tímabili en er tilbúinn að gera undirtekningu í tilfelli United. Hann þekkir vel til á Englandi eftir að hafa stýrt Chelsea á árunum 2016-18. Undir hans stjórn varð liðið bæði Englands- og bikarmeistari.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01 Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05 Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31 Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01 „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30 Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30 „Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Sinnuleysi eiganda Man United ástæða slæms gengis félagsins undanfarin ár Mark Ogden, skríbent á íþróttavef ESPN, telur sinnuleysi Glazer-fjölskyldunnar – eigenda enska knattspyrnuliðsins Manchester United – vera helsta ástæða slæms gengis hjá félaginu. 26. október 2021 07:01
Fullyrðir að Man Utd hafi sett sig í samband við Conte Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins. 25. október 2021 22:05
Salah með fleiri mörk á Old Trafford á árinu en allir leikmenn United nema einn Árið 2021 hefur svo sannarlega verið ár egypska kóngsins á Old Trafford í Manchester. 25. október 2021 15:31
Segir að Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir United Paul Scholes segir að Paul Pogba eigi aldrei aftur að spila fyrir Manchester United eftir hræðilega innkomu hans í 0-5 tapinu fyrir Liverpool í gær. 25. október 2021 14:01
„Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. 25. október 2021 10:30
Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United. 25. október 2021 08:30
„Líður ekki of illa með að segja að United þurfi betri stjóra“ Jamie Carragher segir augljóst að Manchester United þurfi betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær. 25. október 2021 07:23