„Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2021 10:30 Það voru þung skrefin sem Cristiano Ronaldo og félagar hans í Manchester United tóku af vellinum eftir 5-0 skell á heimavelli á móti erkifjendunum í Liverpool í gær. AP/Rui Vieira Liverpool vann 5-0 sigur á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í gær og úrslitin voru mikið áfall fyrir alla sem tengjast Manchester United á einhvern hátt og ekki síst fyrir stuðningsmennina. Manchester United hefur eytt stórum upphæðum í leikmenn til að brúa bilið milli þess og bestu liða Englands. Svörin sem United liðið gaf í gær voru öll á einn veg. Þetta United liðið hefur ekki unnið titla undir stjórn Ole Gunnars Solskjær og það lítur ekki út fyrir að það muni gera það. Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá breska ríkisútvarpinu, ritaði pistil um leik Manchester United og Liverpool í gær þar sem hann skrifaði þetta stórslys United að mestu leiti á knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. Look at their faces #MUFC #LFC #MUNLIVhttps://t.co/D5YrSwxRLy— talkSPORT (@talkSPORT) October 24, 2021 McNulty byrjaði pistil sinn að rifja upp myndbrot í útsendingunni frá leiknum þar sem fyrst sást Sir Alex Fergsuon hrista hausinn í öngum sínum í stúkunni en örskömmu síðar var skipt yfir á Sir Kenny Dalglish skellihlæjandi. McNulty sagði bros Dalglish vera þannig að það hefði þurft skurðaðgerð til að fjarlægja það. Þessar nokkrar sekúndur á skjánum sögðu svo mikið um hvað var að gerast á Old Trafford í gær. Þarna voru tveir höfðingjar félaganna tveggja sem hafa verið erkifjendur svo lengi og það vita allir að úrslitin í þessum innbyrðis leikjum Liverpool og Manchester United skipta stuðningsmenn þeirra gríðarlega miklu máli. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að höggbylgjur þessara úrslita munu kalla á viðbrögð á Old Trafford. Ef ekki frá eigendum þá örugglega frá óánægðum stuðningsmönnum sem voru búnir að fá von eftir að því virtist flott leikmannakaup í sumar. Manchester United 0-5 Liverpool: 'This was a terrible mismatch and Solskjaer has to take blame?'- BBC Chief football writer @philmcnulty https://t.co/NaN8i44GLu— BBC North West (@BBCNWT) October 25, 2021 „Þetta tap var á þeim skala og svo vandræðalegt að það verður erfitt verkefni fyrir velunnara Ole Gunnars Solskjær að halda því fram að norski stjórinn geti gert Manchester United að alvöru liði á ný,“ skrifaði Phil McNulty. „Því miður leit Solskjær út fyrir að að vera númerum of lítill sem knattspyrnustjóri við hlið Jürgen Klopp hjá Liverpool,“ skrifaði McNulty. „Á meðan Klopp var stanslaust að á hliðarlínunni, aldrei sáttur í eina sekúndu og reglulega að gefa sínum mönnum skilaboð þá sat Solskjær í sæti sínu og leit út fyrir að vera týndur og hreinlega í sjokki,“ skrifaði McNulty. „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United í öllum þáttum leiksins. Knattspyrnustjórn, Þjálfun, Skipulagi, Taktík. Klopp hefur búið til sterka liðsheild á sínum sex árum þar sem hann hefur bæði unnið Meistaradeildina og deildina en að sama skapi vonar United bara það besta,“ skrifaði McNulty. „En ætti þetta að vera svona? Ætti bilið að vera svona mikið eins og kom í ljós á Old Trafford? United liðið er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og það verður að taka það fram að Solskjær er búinn að eyða fjögur hundruð milljónum punda í leikmenn. En eru þeir komnir nær Liverpool? Ekki ef við skoðum þessi sönnunargögn,“ skrifaði McNulty. „Taktíkin hjá United lítur út fyrir að vera þannig að Solskjær sé bara að vonast til þess að einn af öflugum sóknarmönnum hans finni upp á einhverju. Vona bara og biðjast fyrir. Það er engin augljós samsetning eða form,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Manchester United hefur eytt stórum upphæðum í leikmenn til að brúa bilið milli þess og bestu liða Englands. Svörin sem United liðið gaf í gær voru öll á einn veg. Þetta United liðið hefur ekki unnið titla undir stjórn Ole Gunnars Solskjær og það lítur ekki út fyrir að það muni gera það. Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá breska ríkisútvarpinu, ritaði pistil um leik Manchester United og Liverpool í gær þar sem hann skrifaði þetta stórslys United að mestu leiti á knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. Look at their faces #MUFC #LFC #MUNLIVhttps://t.co/D5YrSwxRLy— talkSPORT (@talkSPORT) October 24, 2021 McNulty byrjaði pistil sinn að rifja upp myndbrot í útsendingunni frá leiknum þar sem fyrst sást Sir Alex Fergsuon hrista hausinn í öngum sínum í stúkunni en örskömmu síðar var skipt yfir á Sir Kenny Dalglish skellihlæjandi. McNulty sagði bros Dalglish vera þannig að það hefði þurft skurðaðgerð til að fjarlægja það. Þessar nokkrar sekúndur á skjánum sögðu svo mikið um hvað var að gerast á Old Trafford í gær. Þarna voru tveir höfðingjar félaganna tveggja sem hafa verið erkifjendur svo lengi og það vita allir að úrslitin í þessum innbyrðis leikjum Liverpool og Manchester United skipta stuðningsmenn þeirra gríðarlega miklu máli. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að höggbylgjur þessara úrslita munu kalla á viðbrögð á Old Trafford. Ef ekki frá eigendum þá örugglega frá óánægðum stuðningsmönnum sem voru búnir að fá von eftir að því virtist flott leikmannakaup í sumar. Manchester United 0-5 Liverpool: 'This was a terrible mismatch and Solskjaer has to take blame?'- BBC Chief football writer @philmcnulty https://t.co/NaN8i44GLu— BBC North West (@BBCNWT) October 25, 2021 „Þetta tap var á þeim skala og svo vandræðalegt að það verður erfitt verkefni fyrir velunnara Ole Gunnars Solskjær að halda því fram að norski stjórinn geti gert Manchester United að alvöru liði á ný,“ skrifaði Phil McNulty. „Því miður leit Solskjær út fyrir að að vera númerum of lítill sem knattspyrnustjóri við hlið Jürgen Klopp hjá Liverpool,“ skrifaði McNulty. „Á meðan Klopp var stanslaust að á hliðarlínunni, aldrei sáttur í eina sekúndu og reglulega að gefa sínum mönnum skilaboð þá sat Solskjær í sæti sínu og leit út fyrir að vera týndur og hreinlega í sjokki,“ skrifaði McNulty. „Liverpool leit út fyrir að vera ljósárum á undan Manchester United í öllum þáttum leiksins. Knattspyrnustjórn, Þjálfun, Skipulagi, Taktík. Klopp hefur búið til sterka liðsheild á sínum sex árum þar sem hann hefur bæði unnið Meistaradeildina og deildina en að sama skapi vonar United bara það besta,“ skrifaði McNulty. „En ætti þetta að vera svona? Ætti bilið að vera svona mikið eins og kom í ljós á Old Trafford? United liðið er fullt af hæfileikaríkum leikmönnum og það verður að taka það fram að Solskjær er búinn að eyða fjögur hundruð milljónum punda í leikmenn. En eru þeir komnir nær Liverpool? Ekki ef við skoðum þessi sönnunargögn,“ skrifaði McNulty. „Taktíkin hjá United lítur út fyrir að vera þannig að Solskjær sé bara að vonast til þess að einn af öflugum sóknarmönnum hans finni upp á einhverju. Vona bara og biðjast fyrir. Það er engin augljós samsetning eða form,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira