Enski boltinn

Full­yrðir að Man Utd hafi sett sig í sam­band við Conte

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er Conte á leið til Manchester?
Er Conte á leið til Manchester? Andrea Staccioli/Getty Images

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio fullyrðir að Manchester United hafi sett sig í samband við Antonio Conte um að taka við þjálfun liðsins.

Eftir afhroð helgarinnar hefur staða Ole Gunnar Solskjær versnað til muna en stutt er síðan stjórn Man United lýsti því yfir að staða Norðmannsins væri örugg. 

Nú virðist staðan önnur en Di Marzio segir að stjórnarmenn Man United hafi nú sett sig í samband við hinn 52 ára gamla Conte.

Conte hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á starfinu en hann er í dag án félags eftir að hafa gert Inter Milan að Ítalíumeisturum í vor. Conte hefur reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum 2017 og vann FA-bikarinn ári síðar.


Tengdar fréttir

Conte klár ef kallið kemur frá Manchester

Ítalinn Antonio Conte er tilbúinn að taka við þjálfarastöðu Manchester United ef enska knattspyrnufélagið ákveður að láta Ole Gunnar Solskjær fara.

Neville heldur að Solskjær verði ekki rekinn

Pressan á Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir tapið stóra fyrir Liverpool verður óbærileg segir Gary Neville. Þrátt fyrir það telur hann að Solskjær verði áfram við stjórnvölinn hjá United.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.