Erlent

Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Jordan er án efa einn þekktasti körfuboltamaður allra tíma og sá fyrsti til að verða milljarðamæringur í dölum talið.
Jordan er án efa einn þekktasti körfuboltamaður allra tíma og sá fyrsti til að verða milljarðamæringur í dölum talið. Getty/Bruce Bennett Studios/B Miller

Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna.

Jordan notaði skóna fyrsta leiktímabil sitt með Chicago Bulls árið 1984, sama ár og hann hóf samstarf sitt við Nike um framleiðslu og sölu íþróttavarnings í sínu nafni.

Um er að ræða hvíta og rauða Nike Air Ships skó, sem eru áritaðir af Jordan. Kaupandinn var Nick Fiorella, þekktur strigaskósafnari.

Skórnir eru dýrustu skórnir sem hafa verið notaðir í keppnisíþrótt. 

Hins vegar eru þeir ekki dýrustu strigaskór sögunnar en þeir voru seldir í einkasölu í apríl síðastliðnum á 1,8 milljón dali. Um var að ræða frumgerð af Nike Air Yeezy 1, hannaða af tónlistar- og athafnamanninum Kaney West, sem nú gengur undir nafninu Ye.

Skóparið fína.Sotheby's


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.