Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 12:01 Helgi Gunnlaugsson furður sig á ýmsu hvað varðar Rauðagerðismálið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47