Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 13:47 Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóm sinn í Rauðagerðismálinu í morgun. vísir/vilhelm Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. Dómur í málinu féll á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Lögmaður gagnrýndi skýrsluna Dómurinn hefur verið birtur á vef héraðsdóms en í niðurlagi hans fjallar dómari málsins um skýrslu sem ber heitið samantekt rannsóknardeildar um rannsókn málsins. Við aðalmeðferð málsins gagnrýndi Geir Gestsson, lögmaður Murat Selivrada, harðlega umrædda skýrslu. Gerði hann skýrsluna að umtalsefni í viðtali við fréttastofu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun. „Það eina sem lá fyrir í málinu um hans þátt í þessu var skýrsla frá lögreglu og þar var reynt að ýkja þátt hans í málinu og skýrslan virtist ekki byggja á neinum frumgögnum sem sönnun um sekt hans,“ sagði Geir meðal annars. Í niðurlagi dómi héraðsdóms segir Guðjón, dómari málsins, um skýrsluna að hvorki hafi fengist svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar, þess utan að hún hafi verð gerð á grundvelli 1. málsgreinar 56. greinar laga um meðferð sakamála þar sem stendur eftirfarandi: Lögregla tekur saman skýrslu um rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstöðu þeirra. Eftir því sem við á skal þar meðal annars koma fram það sem sakborningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Segir í dómi héraðsdóms að það sé meginregla sakamálalaga að rannsakendum og ákærendum sé skylt að gæta hlutlægni og að vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Taka beri mið af þessari grundvallarreglu við gerð skýrslu samkvæmt fyrrgreindri lagagrein. „Undir almeðferð málsins fengust hvorki svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar. Að mati dómsins er skýrsla þessi ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr.56. gr. sml. Í skýrslunni er m.a. að finna kafla sem ber heitið kenningar lögreglu og niðurlag. Þar er sett fram kenning, óháð framburði sakborninga, eins og segir. Þá er í niðurlaginu umfjöllun um skilyrði samverknaðar. Að mati dómsins hefur lögreglan við gerð skýrslunnar ekki gætt meginreglunnar um hlutlægnisskyldu lögreglunnar svo sem henni bar að gera og er það ámælisvert,“ segir í dómi héraðsdóms. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Dómsmál Morð í Rauðagerði Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Dómur í málinu féll á morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Lögmaður gagnrýndi skýrsluna Dómurinn hefur verið birtur á vef héraðsdóms en í niðurlagi hans fjallar dómari málsins um skýrslu sem ber heitið samantekt rannsóknardeildar um rannsókn málsins. Við aðalmeðferð málsins gagnrýndi Geir Gestsson, lögmaður Murat Selivrada, harðlega umrædda skýrslu. Gerði hann skýrsluna að umtalsefni í viðtali við fréttastofu eftir að dómur var kveðinn upp í morgun. „Það eina sem lá fyrir í málinu um hans þátt í þessu var skýrsla frá lögreglu og þar var reynt að ýkja þátt hans í málinu og skýrslan virtist ekki byggja á neinum frumgögnum sem sönnun um sekt hans,“ sagði Geir meðal annars. Í niðurlagi dómi héraðsdóms segir Guðjón, dómari málsins, um skýrsluna að hvorki hafi fengist svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar, þess utan að hún hafi verð gerð á grundvelli 1. málsgreinar 56. greinar laga um meðferð sakamála þar sem stendur eftirfarandi: Lögregla tekur saman skýrslu um rannsókn sína í hverju máli um sig þar sem getið skal einstakra rannsóknaraðgerða og niðurstöðu þeirra. Eftir því sem við á skal þar meðal annars koma fram það sem sakborningur og vitni bera við skýrslutöku, sbr. 64. og 65. gr., athugun lögreglu sjálfrar og niðurstaða skoðunar og rannsóknar sérfróðra manna. Segir í dómi héraðsdóms að það sé meginregla sakamálalaga að rannsakendum og ákærendum sé skylt að gæta hlutlægni og að vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Taka beri mið af þessari grundvallarreglu við gerð skýrslu samkvæmt fyrrgreindri lagagrein. „Undir almeðferð málsins fengust hvorki svör né skýringar á vinnu við gerð skýrslunnar. Að mati dómsins er skýrsla þessi ekki í samræmi við ákvæði 1. mgr.56. gr. sml. Í skýrslunni er m.a. að finna kafla sem ber heitið kenningar lögreglu og niðurlag. Þar er sett fram kenning, óháð framburði sakborninga, eins og segir. Þá er í niðurlaginu umfjöllun um skilyrði samverknaðar. Að mati dómsins hefur lögreglan við gerð skýrslunnar ekki gætt meginreglunnar um hlutlægnisskyldu lögreglunnar svo sem henni bar að gera og er það ámælisvert,“ segir í dómi héraðsdóms. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25