Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. október 2021 08:53 Angjelin Sterkaj í dómsal. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35