Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 23:05 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu. Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50
Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04