Rússar íhuga að loka öllu í viku vegna Covid-bylgju Þorgils Jónsson skrifar 20. október 2021 13:19 Grafalvarlegt ástand er í Covid-málum í Rússlandi þessa dagana. Á myndinni sjást heilbrigðisstarfsmenn á sjúkrahúsi í Moskvu sinna sjúklingi. Aldrei hafa fleiri Rússar látist af völdum Covid-19 á einum degi heldur en í gær, en samkvæmt opinberum tölum létust 1.028 manns. Alls hafa 226.353 látist af völdum Covid-19 í Rússlandi frá upphafi faraldursins, sem er það langmesta meðal Evrópuríkja og í fimmta sæti á heimsvísu, á eftir Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rúmar átta milljónir Rússa hafa smitast af Covid-19. Tatyana Golikova aðstoðarforsætisráðherra viðraði í dag þá hugmynd að bregðast við þessari skæðu bylgju með því að lýsa því yfir að fólk haldi sig heima í eina viku frá og með 30. október næstkomandi, en þegar eru fjórir opinberir frídagar í þeirri viku. Tillagan hefur þó ekki verið samþykkt af Vladimir Putin forseta. Samkvæmt frétt AP hefur smitum fjölgað verulega síðustu vikur og er nú í áður óþekktum hæðum. Þar er talið ríkja almennt sinnuleysi gagnvart einstaklingsbundnum sóttvörnum og stjórnvöld hafa heykst á að herða sóttvarnarreglur. Þá vekur athygli hversu dræm þátttaka hefur verið í bólusetningum í Rússlandi. Þar er einungis tæpur þriðjungur landsmanna, um 45 milljónir af 146 milljónum, er fullbólusettur, þrátt fyrir að Rússland hafi verið fyrsta ríkið í heiminum til að samþykkja notkun bóluefnis, og enginn hörgull er á framboði á bóluefni. Bólusetningahik almennings er að hluta til rakið til óljósra skilaboða frá stjórnvöldum, sem hafa, á vettvangi ríkisfjölmiðla, lofsamað hið rússneska Sputnik V en grafið undan öðrum bóluefnum. Staðan í mörgum héruðum Rússlands er háalvarleg, og sumsstaðar hefur almenn heilbrigðisþjónusta jafnvel verið aflögð um stundarsakir til að geta sinnt Covid-sjúklingum. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, játar í viðtali við fjölmiðla að ástandið sé afar dapurt og að bólusetningahlutfall í þessum erfiðustu héruðum sé afar lágt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50