Krefjast milljarða í lausnargjald fyrir bandarísku trúboðana Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 13:37 Hörð mótmæli brutust út á Haítí í gær í kjölfar mannránana þar um helgina. Mótmælendur eru ósáttir við að búa við slíkt öryggisleysi. AP/Joseph Odelyn Glæpagengi sem rændi sautján bandarískum trúboðum á Haítí um helgina krefst milljónar dollara í lausnargjald fyrir hvern og einn þeirra, samtals jafnvirði tæplega 2,2 milljarða íslenskra króna. Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Dómsmálaráðherra Haítí greindi frá kröfu glæpagengisins 400 Mazowo í dag. Gengið er alræmt fyrir mannrán og að krefjast lausnargjalds fyrir gísla. Gengið rændi hópi kaþólskra presta í apríl. Þeim var sleppt á endanum en ekki er ljóst hvort að lausnargjald var greitt fyrir þá, að sögn breska ríkisútvarpins BBC. Sextán trúboðanna eru bandarískir ríkisborgarar en einn er kanadískur. Í hópnum eru fimm karlar, sjö konur og fimm börn. Yngsta barnið er sagt tveggja ára gamalt. Fólkið er á vegum kristilegra hjálparsamtaka frá Ohio í Bandaríkjunum sem veitir börnum á Haítí húsaskjól, mat og föt. Fólkinu var rænt þegar það kom úr heimsókn í munaðarleysingjahæli í bænum Ganthier, austur af höfuðborginni Port-au-Prince, á laugardag. Gengið ræður því sem það vill ráða á þeim slóðum. Hvíta húsið sagði í gær að utanríkisráðuneytið og alríkislögreglan ynnu með yfirvöldum á Haítí að lausn málsins. Glundroði hefur ríkt á Haítí undanfarin misseri. Forseti landsins var ráðinn af dögum í sumar og fleiri en 2.200 manns fórust í stórum jarðskjálfta í ágúst.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær. 17. október 2021 07:38