Erlent

Að minnsta kosti sautján Bandaríkjamönnum rænt á Haítí

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Útsýni yfir götu í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince.
Útsýni yfir götu í höfuðborg Haítí, Port-au-Prince. Getty Images

Hópur af trúboðum, ásamt fjölskyldum þeirra, var rænt nálægt höfuðborg Haítí, Port-au-Prince, í gær.

Vopnaðir einstaklingar ruddust um borð í rútu þegar trúboðarnir höfðu nýlega lokið við heimsókn á munaðarleysingjahæli þar í landi. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu en segja öryggi bandarískra ríkisborgara skipta öllu máli.

Glæpahópar hafa lengi stjórnað fátækustu hverfunum í höfuðborg Haítí. Nýverið hafa hóparnir stækkað yfirráðasvæði sitt og teygja sig nú í fleiri hverfi höfuðborgarinnar. Síðan forseti Haítí var skotinn til bana á heimili sínu í júlí hefur ástandið versnað, að því er fram kemur í frétt BBC.

Samkvæmt frétt The New York Times hafa íbúar Haítí beðið yfirvöld í Bandaríkjunum um að senda hermenn til landsins en stjórn Bidens Bandaríkjaforseta virðist treg til.  Yfir sex hundruð mannrán hafa verið skráð á Haítí á þessu ári en landið er með eina hæstu tíðni mannrána í heiminum. Glæpahóparnir ræna fólki og krefjast lausnargjalds eða neyða fólk til að selja eigur sínar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×