Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:27 Deilur milli Evrópusambandsins og Póllands virðast bara aukast með hverjum deginum. EPA-EFE/PASCAL ROSSIGNOL Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05
Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32
Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55