Erlent

Sorphirðumenn Glasgow í verkfalli á meðan risafundurinn er

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loftlagsráðstefna SÞ fer fram í Glasgow í nóvember.
Loftlagsráðstefna SÞ fer fram í Glasgow í nóvember. Getty

Sorphirðumenn Glasgow-borgar í Skotlandi hafa samþykkt að fara í vikuverkfall, á sama tíma og risaloftlagsráðstefnan COP26 verður haldin í borginni.

Meðlimir í stéttarfélagi sorphirðumanna samþykktu að fara í viku verkfall frá og með 1. nóvember ef viðsemjendur þeirra myndu ekki hækka tilboð sitt í kjaraviðræðum fyrir daginn í dag.

Ekkert tilboð barst og því munu sorphirðumennirnir fara í verkfall á sama tíma og búist er við að gríðarlegur fjöldi þjóðarleiðtoga, embættismanna, vísindamanna og fjölmiðlamanna mun koma saman í borginni til að taka þátt í loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Verkfallið nær til um 1.500 starfsmanna sem starfa í sorphirðu auk annarra starfa. Vilja þeir fá tvö þúsund punda launahækkun á ári, um 350 þúsund krónur en besta boð hingað til hefur aðeins verið 850 pund á ári, um 150 þúsund krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×