Erlent

Rússar hefna fyrir refsiaðgerðir NATO-ríkja

Kjartan Kjartansson skrifar
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tilkynntu um svar Rússa við refsiaðgerðum NATO í dag.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, tilkynntu um svar Rússa við refsiaðgerðum NATO í dag. AP/utanríkisráðuneyti Rússlands

Skrifstofum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Moskvu verður lokað og sendinefnd Rússlands gagnvart bandalaginu verður kölluð heim með aðgerðum sem stjórnvöld í Kreml tilkynntu um í dag. Aðgerðirnar eru svar við brottvísun rússneskra sendifulltrúa hjá NATO.

Átta sendifulltrúar Rússa hjá NATO voru grunaðir um að vinna á laun fyrir rússnesku leyniþjónustuna. NATO vísaði þeim á brott og fækkaði í starfsliði sínu í Moskvu um helming. Rússar segja ásakanirnar stoðlausar.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, kynnti mótleik Rússa í dag. Sakaði hann NATO um að hafa ekki áhuga á samstarfi eða samræðu. Sendiráð Rússlands í Belgíu muni héðan í frá sjá um samskiptin við hernaðarbandalagið.

Oana Lungescu, talskona NATO, segir bandalagið ekki hafa fengið neina formlega tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum um aðgerðirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, sagðist harma ákvörðun Rússa en að augljóst væri að þeir hefðu ekki áhuga á samræðum.

NATO hætti formlegu samstarfi við Rússland eftir að það innlimaði Krímskaga í Úkraínu árið 2014. Samskipti hafa þó haldið áfram, þar á meðal um hernaðarsamstarf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.