Erlent

Danir bjóða öllum þriðju sprautuna

Þorgils Jónsson skrifar
Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn. Allar takmarkanir til smitvarna voru afnumdar í landinu í síðasta mánuði.
Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn. Allar takmarkanir til smitvarna voru afnumdar í landinu í síðasta mánuði. Mynd/EPA

Öllum Dönum mun bjóðast þriðji bóluefnisskammturinn gegn Covid-19. Þetta tilkynnti Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra í dag.

„Við erum með áætlun um framkvæmd þriðju sprautunnar og í henni felst að Dönum mun bjóðast þriðja sprautan sex mánuðum og fjórtán dögum eftir aðra sprautuna“, hefur fréttastofa DR eftir ráðherranum.

Hann bætti við að þegar í upphafi síðasta mánaðar hafi verið byrjað að gefa íbúum á hjúkrunarheimilum og öðrum viðkvæmum hópum þriðja skammtinn.

Á næstu mánuðum er ráðlagt að gefa hálfri annarri milljón landsmanna þriðju bólusetningu.

Danir afléttu nýlega öllum smitvarnaraðgerðum vegna Covid-19. Síðasta sólarhring greindust 700 manns með smit og þrír létust.

Þessi 700 smit eru fengin úr rúmlega 60 þúsund PCR-prófum þannig að smithlutfall er 1,16% og er á niðurleið miðað við síðustu daga.


Tengdar fréttir

Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku

Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar.

Búið að af­létta öllum tak­mörkunum í Dan­mörku

Öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar var aflétt í Danmörku á miðnætti. Markar það endalok átján mánaða tímabils samkomutakmarkana í landinu. Ekki er útilokað að skólum í landinu verði lokað fari svo að faraldurinn fari á flug á ný.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.