Miklu meira talað um faraldurinn hér en í Danmörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 20:00 Lífið gengur sinn vanagang í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum var aflétt þar í landi fyrir tæpum mánuði. Faraldurinn raunar ber vart á góma, hvorki í daglegu tali né í fjölmiðlum. Getty Lítið fer fyrir umræðu um kórónuveiruna í Danmörku eftir að samkomutakmörkunum hefur verið aflétt þar í landi, að sögn Íslendings í Kaupmannahöfn, sem segir fólki létt. Gera má ráð fyrir að íslensk stjórnvöld muni horfa líta til Norðurlandanna þegar ákvarðanir um næstu skref í sóttvarnaaðgerðir hér á landi verða teknar. Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tæpur mánuður er síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt í Danmörku. Ef helstu fréttamiðlar þar í landi eru skoðaðir má sjá að lítið fer fyrir umræðu um faraldurinn og nær hvergi að sjá að tölur yfir fjölda smitaðra séu uppfærðar daglega, líkt og gert er hér. Fréttamaðurinn Elín Margrét Böðvarsdóttir, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segir umræðuna um faraldurinn mun plássfrekari hér á Íslandi en úti. „Það er ekkert verið að tala um covid, hér um bil,” segir Elín. „Ég skrapp heim til Íslands fyrir rúmum mánuði og það var eiginlega hálfgert sjokk. Þó það sé búið að aflétta mikið síðan þá, þá voru flestir mjög hikandi við að knúsa mann og með efasemdir um að hittast og þar fram eftir götunum. Það er svona það sem ég finn fyrir, að covid er að taka miklu meira pláss heima heldur en hér.” Elín Margrét segir að fólki sé létt. Hún segir það raunar heyra til undantekninga að fjallað sé um faraldurinn í Danmörku og að það hafi ekki komið til tals að grípa til hertari aðgerða, þó smituðum hafi fjölgað undanfarna daga. Stjórnvöld beini sjónum sínum fyrst og fremst að því að vernda óbólusetta, til dæmis börn. „Allavega í kringum mig er töluvert léttara yfir öllum. Þetta hvílir ekki jafn þungt á fólki og bara að geta komið saman virðist vera að hafa jákvæð áhrif á fólkið i kringum mig, fólk er farið að hugsa um allt annað. Ég fór til að mynda á fótboltaleik um daginn þar sem voru 35 þúsund manns komnir saman og sá hvað stemningin virðist gera mikið fyrir samfélagið,” segir Elín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira