Nýsjálenskur galdramaður látinn taka pokann sinn eftir tveggja áratuga starf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 11:19 Galdramaðurinn hefur starfað fyrir Christchurch í rúm 20 ár en hefur nú verið látinn fara. Martin Hunter/Getty Galdramaður Nýja-Sjálands, sem er líklega eini galdramaðurinn á launaskrá hins opinbera í heiminum, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir 23 ára starf. Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur. Nýja-Sjáland Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur.
Nýja-Sjáland Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira