Nýsjálenskur galdramaður látinn taka pokann sinn eftir tveggja áratuga starf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2021 11:19 Galdramaðurinn hefur starfað fyrir Christchurch í rúm 20 ár en hefur nú verið látinn fara. Martin Hunter/Getty Galdramaður Nýja-Sjálands, sem er líklega eini galdramaðurinn á launaskrá hins opinbera í heiminum, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir 23 ára starf. Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur. Nýja-Sjáland Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Sjá meira
Galdramaðurinn, sem heitir réttu nafni Ian Brackenbury Channell og er 88 ára gamall, hefur í rúma tvo áratugi starfað fyrir borgina í Christchurch. Hann hefur sinnt kynningarstörfum fyrir borgina og jafnframt sinnt skyldum sínum fyrir borgina sem galdramaður. Fyrir það hefur Channell verið á launaskrá hjá borginni og fengið 16 þúsund Bandaríkjadali ár hvert í laun, eða rétt rúmar tvær milljónir króna. Á sínum rúma tuttugu ára starfsferli hjá borginni hefur hann því þegið 368 þúsund Bandaríkjadali að launum, eða 47,5 milljónir króna. Galdramaðurinn fæddist í Englandi og fór að sýna galdralistir sínar stuttu eftir að hann flutti til Nýja-Sjálands árið 1976. Þegar borgarstjórnin í Christchurch gerði tilraunir til að stöðva galdrana hópuðust borgarbúar saman og mótmæltu. Árið 1990 lagði Mike Moore, þáverandi forsætisráðherra landsins, það til að Channell yrði opinber Galdramaður Nýja-Sjálands. Síðan þá hefur hann stundað galdra opinberlega í Christchurch og dansað regndansa fyrir nýsjálensk og áströlsk yfirvöld þegar þurrkatíð hefur herjað á. Árið 2009 fékk hann heiðursviðurkenningu Elísabetar Bretadrottningar. Galdramaðurinn hefur undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um konur. Til að mynda sagði hann í þætti sem sýndur var í apríl síðastliðnum á Stöð 3 í Nýja-Sjálandi að honum þætti skemmtilegt að „stríða konum“ með því að segja þeim að þær væru „lævísar“ og að þær notuðu „bolabrögð til að næla sér í menn sem væru vitlausir.“ „Ég elska konur, ég fyrirgef þeim mjög oft. Ég hef enn ekki barið konu. Aldrei berja konu því þær merjast svo auðveldlega, svo kjafta þær í vini sína og nágranna... og þá ertu kominn í klípu.“ Samkvæmt frétt Guardian byggist ákvörðun borgarstjórnarinnar á því að borgin sé að taka nýja stefnu í kynningarmálum. Þau vilji sýna að borgin fagni fjölbreytileikanum og sé nútímaleg borg. Galdramaðurinn segir sjálfur að borgin hafi ákveðið að hætta að borga honum því hann passi ekki inn í „stemningu“ borgarinnar. Hann sé alltaf að ögra, sem borgarstjórnin vilji ekki lengur.
Nýja-Sjáland Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent