Erlent

Einn látinn eftir enn eina skot­á­rásina í Stokk­hólmi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sá sem lést mun hafa verið á fimmtugsaldri en hinn særði er sextán ára gamall drengur.
Sá sem lést mun hafa verið á fimmtugsaldri en hinn særði er sextán ára gamall drengur. EPA

Einn var skotinn til bana og annar særður lífshættulega í suðurhluta Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar í gærkvöldi. Nokkrum skotum mun hafa verið hleypt af í Farsta hverfinu en enginn hefur enn verið handtekinn.

Í frétt SVT segir að sá sem lést mun hafa verið á fimmtugsaldri en hinn særði er sextán ára gamall drengur. Hann er nú í aðgerð á spítala.

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór af stað í kjölfarið í gærkvöldi og var fjöldi lögreglumanna á svæðinu að leita að vísbendingum og þá sveimuðu þyrlur yfir svæðinu.

Skotárásir hafa verið nær daglegt brauð síðustu daga í Stokkhólmi, ein á hverjum degi í þessari viku, en lögregla segir enn of snemmt að segja til um hvort árásirnar tengist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×