Um sjö hundruð íbúar La Laguna á eyjunni fengu frest til klukkan sex í kvöld til að sækja mikilvægar eigur sínar og gæludýr áður en að þeim var fyrirskipað að yfirgefa húsin vegna hraunstraumsins frá eldfjallinu.
„Við fórum að sækja alls konar skjöl og passa ásamt öðru. Allt okkar líf eru í húsinu okkar en við getum ekki sótt þrjátíu ár á fimm mínútum,“ sagði húseigandi að nafni Enrique í samtali við Reuters í dag. Er hann einn þeirra sjö hundruð sem þurftu að yfirgefa heimili sín í kvöld.
Hraunstraumurinn fer þó tiltölulega hægt fram og því er lítil hætta talin á ferðum fyrir utan það gífurlega eignatjón sem mun verða ef fleiri hús fara undir hraunið.
Talið er að um 1.200 húsi hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst.
Þrjú þúsund íbúar tveggja þorpa í grennd við eldfjallið gátu þó andað léttar í dag vegna þess að yfirvöld afléttu útgöngubanni þar sem ekki var lengur talin hætta á að hættulegum lofttegundum í grennd við þorpið vegna gossins.
Myndir frá eyjunni sem teknar hafa verið síðustu daga sýna meðal annars að hraunið er nú að gleypa í sig sementsverksmiðju á eyjunni.
Fylgjast má með beinni útsendingu Reuters frá gosinu hér að neðan.