Erlent

Tékk­neska stjórnin fallin

Þorgils Jónsson skrifar
Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babis (t.h.) sé fallin. Petr Fiala, formaður SPOLU kosningabandalagsins, gæti leitt nýja ríkisstjórn með öðrum frjálslyndum og vinstri flokkum.
Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babis (t.h.) sé fallin. Petr Fiala, formaður SPOLU kosningabandalagsins, gæti leitt nýja ríkisstjórn með öðrum frjálslyndum og vinstri flokkum.

Útlit er fyrir að ríkisstjórn tékkneska forsætisráðherrans og auðjöfursins Andrej Babiš sé fallin, en þegar nær öll atkvæði hafa verið talin í þingkosningum þar í landi.

Fréttastofa AP segir frá.

Flokkur Babiš, ANO, skilgreinir sig á miðju stjórnmálanna en er gagnrýninn á Evrópusambandið og lagði mikla áherslu á meinta ógn af innflutningi flóttafólks til landsins.

Hann hefur staðið í ströngu á kjörtímabilinu og staðið af sér margskonar hneykslismál. Meðal annars leiddu Pandóruskjölin í ljós að hann hafi stundað vafasama viðskiptahætti.

Nú liggur hins vegar fyrir að kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsflokka, SPOLU, fær 27,7% atkvæða á meðan ANO fær 27,2%.

Í þriðja sæti er svo bandalag vinstri og miðjuflokka þar á meðal Píratar, sem gæti myndað meirihluta með SPOLU gegn ANO.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×