Kostar Newcastle tæpan einn og hálfan milljarð að reka Steve Bruce Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 11:01 Það kostar Newcastle United átta milljónir punda að reka Steve Bruce (t.h.), þjálfara liðsins. EPA-EFE/Peter Powell Það mun kosta nýja eigendur Newcastle United átta milljónir punda eða tæplega einn og hálfan milljarð íslenskra króna að reka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Samkvæmt frétt The Telegraph ætla nýir eigendur Newcastle United að eyða rúmum 190 milljónum punda í janúar. Nýir eigendur félagsins eru þeir ríkustu í heimi en félagið getur þó ekki eytt endalaust sökum reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Hvort kostnaður nýs þjálfara sé inn í þessari tölu sem talið er að Newcastle ætli og geti eytt í janúar er óvíst en ljóst er að það kostar 8 milljónir punda að sparka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Þá er kostnaður varðandi nýjan þjálfara ekki tekinn með inn í myndina. Day one of Newcastle's Saudi revolution:- Premier League backlash- Steve Bruce's 8m pay off- Shearer ready to accept ambassadorial offer- McParland in line for consultancy roleReport by @Tom_Morgs @LukeEdwardsTele @TelegraphDucker @ben_rumsby https://t.co/0jX4Fo0X1E #NUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 8, 2021 Bruce virðist vita að starf hans hangi á bláþræði en hann hefur viðurkennt að hann óttast það að vera rekinn hvað á hverju. Ef hann fær sparkið nú í landsleikjahléinu mun Graeme Jones, sem var aðstoðarmaður enska landsliðsins á EM í sumar, stýra liðinu gegn Tottenham Hotspur næsta sunnudag. Samkvæmt Telegraph hefur ekki verið tekin ákvörðun hver næsti þjálfari liðsins verður. Það er ljóst að það stefnir í töluverðar breytingar hjá Newcastle, innan vallar sem utan. Alan Shearer – goðsögn hjá félaginu - hefur boðið fram krafta sína. Hann er tilbúinn að taka við sendiherrahlutverki hjá Newcastle en Shearer ku hafa verið mjög ánægður með yfirtöku Sádanna. Frank McParland, fyrrum yfirnjósnari Liverpool, verður að öllum líkindum ráðgjafi stjórnar félagsins varðandi leikmannakaup og fleira því tengdu. Hinn 63 ára gamli McParland mun spila stórt hlutverk í mögulegum kaupum félagsins í janúar. Ásamt því að hafa starfað fyrir Liverpool hefur hann einnig unnið fyrir Brentford, Burnley, Rangers og Nottingham Forest. Þar sem Newcastle skilaði hagnaði upp á 38 milljónir punda á síðustu þremur árum getur félagið eytt rúmlega 190 milljónum punda í janúar án þess að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar sem liðið hefur ekki enn unnið leik þegar sjö umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni má reikna með að þeirri upphæð verði eytt til þess að tryggja að liðið haldi sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00 Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Samkvæmt frétt The Telegraph ætla nýir eigendur Newcastle United að eyða rúmum 190 milljónum punda í janúar. Nýir eigendur félagsins eru þeir ríkustu í heimi en félagið getur þó ekki eytt endalaust sökum reglna UEFA um fjárhagslega háttvísi. Hvort kostnaður nýs þjálfara sé inn í þessari tölu sem talið er að Newcastle ætli og geti eytt í janúar er óvíst en ljóst er að það kostar 8 milljónir punda að sparka Steve Bruce, þjálfara liðsins. Þá er kostnaður varðandi nýjan þjálfara ekki tekinn með inn í myndina. Day one of Newcastle's Saudi revolution:- Premier League backlash- Steve Bruce's 8m pay off- Shearer ready to accept ambassadorial offer- McParland in line for consultancy roleReport by @Tom_Morgs @LukeEdwardsTele @TelegraphDucker @ben_rumsby https://t.co/0jX4Fo0X1E #NUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) October 8, 2021 Bruce virðist vita að starf hans hangi á bláþræði en hann hefur viðurkennt að hann óttast það að vera rekinn hvað á hverju. Ef hann fær sparkið nú í landsleikjahléinu mun Graeme Jones, sem var aðstoðarmaður enska landsliðsins á EM í sumar, stýra liðinu gegn Tottenham Hotspur næsta sunnudag. Samkvæmt Telegraph hefur ekki verið tekin ákvörðun hver næsti þjálfari liðsins verður. Það er ljóst að það stefnir í töluverðar breytingar hjá Newcastle, innan vallar sem utan. Alan Shearer – goðsögn hjá félaginu - hefur boðið fram krafta sína. Hann er tilbúinn að taka við sendiherrahlutverki hjá Newcastle en Shearer ku hafa verið mjög ánægður með yfirtöku Sádanna. Frank McParland, fyrrum yfirnjósnari Liverpool, verður að öllum líkindum ráðgjafi stjórnar félagsins varðandi leikmannakaup og fleira því tengdu. Hinn 63 ára gamli McParland mun spila stórt hlutverk í mögulegum kaupum félagsins í janúar. Ásamt því að hafa starfað fyrir Liverpool hefur hann einnig unnið fyrir Brentford, Burnley, Rangers og Nottingham Forest. Þar sem Newcastle skilaði hagnaði upp á 38 milljónir punda á síðustu þremur árum getur félagið eytt rúmlega 190 milljónum punda í janúar án þess að brjóta reglur um fjárhagslega háttvísi. Þar sem liðið hefur ekki enn unnið leik þegar sjö umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni má reikna með að þeirri upphæð verði eytt til þess að tryggja að liðið haldi sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00 Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30 Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01 Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01 Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Félög úrvalsdeildarinnar heimta krísufund vegna yfirtöku Newcastle Félög ensku úrvalsdeildarinnar eru vægast sagt ósátt með yfirtöku Newcastle United en Mike Ashley seldi félagið á dögunum. Hin 19 félög deildarinnar vilja krísufund með forráðamönnum deildarinnar þar sem þau telja að nýir eigendur geti haft slæm áhrif á ímynd deildarinnar. 9. október 2021 09:00
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8. október 2021 11:30
Bruce býst við að vera rekinn Næsti leikur Steves Bruce verður hans þúsundasti á stjóraferlinum. Hann er ekkert endilega viss um að hann nái þeim áfanga sem stjóri Newcastle United. 8. október 2021 11:01
Ekkert fótboltafélag á ríkari eigendur en Newcastle Ekkert fótboltafélag í heiminum á nú ríkari eigendur eftir að Sádí-Arabarnir keyptu Newcastle United. 8. október 2021 10:01
Newcastle komið í eigu Sádi-Araba Yfirtöku sádi-arabíska sjóðsins PIF á enska knattspyrnufélaginu Newcastle er nú lokið. Sjóðurinn hefur keypt 80% hlut í félaginu sem verið hafði í eigu Mike Ashley síðastliðin 14 ár. 7. október 2021 16:51