Almannavarnir um skriðuhættu ofan Seyðisfjarðar: Líklegra að svæðið muni falla í smærri brotum Þorgils Jónsson skrifar 8. október 2021 22:14 Vel er fylgst með þróun mála í hlíðinni ofan við Seyðisfjörð. Líklegt er talið að hrynja muni úr svæðinu í minni hlutum frekar en í heilu lagi. Veðurstofan Svæðið sem fylgst er með í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar er talsvert sprungið og því talið líklegra að það muni falla í smærri brotum fremur en að það fari allt í einu. Þetta kemur í tilkynningu frá Almannavörnum í kvöld, en lítilsháttar hreyfing mældist í dag, milli skriðusársins frá desember 2020 og Búðarár. Þar segir jafnframt að hreyfingin sé mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu eru staðsettir. Engar aðrar hreyfingar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Nú er unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frekara mat á aðstæðum ætti að liggja fyrir strax eftir helgi. Veðurstofu og almannavarnir funduðu í dag með íbúum Seyðisfjarðar þar sem þetta var meðal þess sem kom fram. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil. Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Mælingar truflast áfram vegna rigningar Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. 8. október 2021 12:01 Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8. október 2021 11:04 Enn hreyfing á flekanum við Búðará Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi. 7. október 2021 10:25 Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum. 6. október 2021 12:20 Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. 5. október 2021 15:02 Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. 5. október 2021 13:25 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kemur í tilkynningu frá Almannavörnum í kvöld, en lítilsháttar hreyfing mældist í dag, milli skriðusársins frá desember 2020 og Búðarár. Þar segir jafnframt að hreyfingin sé mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu eru staðsettir. Engar aðrar hreyfingar hafi mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar. Nú er unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frekara mat á aðstæðum ætti að liggja fyrir strax eftir helgi. Veðurstofu og almannavarnir funduðu í dag með íbúum Seyðisfjarðar þar sem þetta var meðal þess sem kom fram. Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Múlaþing Almannavarnir Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Mælingar truflast áfram vegna rigningar Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. 8. október 2021 12:01 Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8. október 2021 11:04 Enn hreyfing á flekanum við Búðará Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi. 7. október 2021 10:25 Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum. 6. október 2021 12:20 Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. 5. október 2021 15:02 Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. 5. október 2021 13:25 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Mælingar truflast áfram vegna rigningar Jarðvegsfleki utan við Búðará á Seyðisfirði hefur færst um rúma fjóra sentímetra síðan á sunnudag. Truflun hefur hins vegar orðið á mælingum þar sem mælar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Íbúar á rýmingarsvæðum fá ekki að fara inn í hús sín um helgina. 8. október 2021 12:01
Veðurstofan svarar spurningum Seyðfirðinga á íbúafundi Fulltrúar Veðurstofunnar munu halda fund með íbúum Seyðisfjarðar klukkan fjögur í dag þar sem þeir munu fara yfir stöðu mála vegna skriðuhættu úr skriðusárinu, og svara spurningum bæjarbúa. 8. október 2021 11:04
Enn hreyfing á flekanum við Búðará Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur hægra megin við Búðará Við Seyðisfjörð, sunnan megin í skriðusárinu frá desember 2020. Rýmingar eru enn í gildi fram yfir helgi. 7. október 2021 10:25
Gera ekki ráð fyrir frekari rýmingum Hættustig almannavarna er enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Lítil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu tvo sólarhringa þannig að dregið hefur úr hækkun á vatnshæð í borholum. 6. október 2021 12:20
Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. 5. október 2021 15:02
Óvissan það allra erfiðasta Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. 5. október 2021 13:25
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38