Óvissan það allra erfiðasta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2021 13:25 Hanna Christel Sigurkarlsdóttir þurfti að yfirgefa heimili sitt á Seyðisfirði vegna skriðuhættu í annað sinn í gær. Myndin til hægri sýnir bæinn eftir að stóra skriðan féll í desember í fyrra. Samsett Íbúi á Seyðisfirði, sem yfirgefa þurfti heimili sitt í gær vegna skriðuhættu í annað sinn segir óvissu um næstu daga afar þungbæra. Þá segir hún upplýsingaflæði yfirvalda til íbúa ábótavant. Veðurstofan fundar um stöðu skriðumála á Norðurlandi og Seyðisfirði nú síðdegis. Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther. Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu á Seyðisfirði í gær eftir að flekahreyfingar mældust skammt frá því þar sem stór skriða féll í desember í fyrra, auk þess sem mikilli úrkomu er spáð síðar í vikunni. Níu hús voru rýmd; sex við Hafnargötu og þrjú við Fossgötu. Hanna Christel Sigurkarlsdóttir býr við Fossgötu en hún, ásamt manni sínum og tveimur börnum, þurfti einnig að yfirgefa heimili sitt eftir að stóra skriðan féll í fyrra. Þau dvelja nú í íbúð vinafólks í bænum. „Óvissan er svo erfið, við vitum ekkert. Það er talað um fleka í skriðusárinu sem er á hreyfingu, ég hef ekki fengið að heyra neitt frá neinum sérfræðingum, þetta er bara það sem ég heyri í fréttum,“ segir Hanna. „Það mun alveg halda áfram að rigna hérna og ef þessi fleki heldur áfram að skríða og fer ekki almennilega munum við þurfa að búa við þetta og það er frekar erfið tilhugsun.“ Eins og áætlun hafi gleymst Hanna segir upplýsingaflæði til íbúa hafa verið mjög ábótavant, einkum í ljósi þess að þessi staða hafi komið upp áður. „Það er eins og það hafi gleymst að skipuleggja einhvers konar áætlun. Við þurftum að finna okkur húsnæði, annars hefðum við þurft að gista á beddum í íþróttahúsinu. Það gengur ekki í heila viku með tvö börn.“ Hættustig er einnig í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu en Esther Hlíðar Janssen ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir að þar sé staðan að batna. Á Seyðisfirði sé reiknað með að mesta úrkoman verði á fimmtudag en lítil hreyfing hafi mælst í hlíðinni hingað til. Eru líkur á að komi jafnstór skriða og þarna í desember? „Nei, þetta stykki er miklu miklu minna,“ segir Esther.
Veður Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent