Kristall Máni kom heim til að fá að spila framar á vellinum: „Ég á heima fremstur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 11:30 Kristall Máni Ingason skoraði þrennu á móti Vestra í undanúrslitaleik Mjólkurbikarsins og sýndi það á táknrænan hátt í fagni sínu. Vísir/Bára Dröfn Kristall Máni Ingason var kosinn efnilegasti leikmaður Pepsi Max deild karla í sumar og hélt upp á það með því að skora þrennu í undanúrslitaleik bikarkeppninnar á dögunum. Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Ótrúlegt tímabil Kristals og félaga getur því orðið enn betri ef liðið nær að bæta bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sem félagið vann á dögunum. „Ég vonaðist eftir þessu en maður bjóst ekki við þessu. Innst inni þá vissi ég að við gætum þetta því við erum með lið í þetta. Við erum með Kára, Sölva og alla þessa gæja. Þeir voru ekki að fara að enda ferilinn sinn á einhverju tíunda sæti. Ég bara lagði allt í þetta og við urðum Íslandsmeistarar,“ sagði Kristall Máni í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason. Kristall Máni var kominn út til FC Kaupmannahafnar í Danmörku en kom aftur heim. Rikki G spurði hann hvort honum hafi fundist dvölin út í Danmörku vera misheppnuð. „Já. Ég var að spila aðeins of aftarlega úti þannig að ég vildi koma heim og prófa mig aðeins framar. Ég vil meina að ég eigi heima fremstur og ég held að ég sé búinn að vera að sýna það að ég á að vera framarlega,“ sagði Kristall. Klippa: Viðtal Rikka G. við Kristal Mána Ingason Er hann að springa út og toppa á hárréttum tíma og gæti þetta kallað á áhuga erlendis frá? „Mér líður vel í Vikinni og komast saman í bikarúrslit þar sem við eigum heima er bara geggjað. Það er alltaf gaman að skora þrennu,“ sagði Kristall en er hann farinn að horfa út aftur? „Auðvitað langar manni út. Ef það býðst eitthvað almennilegt þá myndi ég alltaf skoða það. Manni líður mjög vel í Víkinni, við erum Íslandsmeistarar og vonandi bikarmeistarar. Þá kitlar alveg að vera áfram,“ sagði Kristall. Rikki G spurði að lokum hvað Arnar Gunnlaugsson er búinn að gera í sumar til að ná þessum frábæra árangri með Víkingsliðið. „Ég vill meina að hann hafi pússað aðeins varnarleikinn og með þessa gæja eins og ég er búinn að segja margoft, Kára, Sölva og Halldór. Þegar þeir eru í toppstandi þá eigum við ekki að tapa leik. Allir rifu sig í gang eftir síðasta tímabil og allt gekk upp,“ sagði Kristall Máni en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira