Vildi beita ráðuneytinu til að halda völdum eftir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 22:30 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, vildi skipta um starfandi dómsmálaráðherra á síðustu vikum forsetatíðar sinnar og skipa vinveittan mann til að beita ráðuneytinu til snúa niðurstöðum forsetakosninganna sem hann tapaði. Æðstu starfsmenn ráðuneytisins hótuðu því að hætta í massavís og það gerði æðsti lögmaður Hvíta hússins einnig. Þessari ætlun sinni sagði Trump frá á fundi í Hvíta húsinu þann 3. janúar, samkvæmt nýrri bráðabirgðaskýrslu frá öldungadeild Bandaríkjaþings. Joe Biden tók við embætti þann 20. janúar. New York Times sagði fyrst frá skýrslunni í dag. Trump byrjaði fundinn á því að segja við Jeffrey Rosen, sem var þá starfandi dómsmálaráðherra, með því að segja: „Eitt sem við vitum er að þú, Rosen, munt ekki gera neitt til að snúa kosningunum.“ Það er samkvæmt Rosen sjálfum og Richard Donoghue, næstráðanda hans, en við tóku þriggja tíma deilur sem enduðu á því að Trump hætti við að skipta Rosen út fyrir Jeffrey Clark. Jeffrey Rosen tó við sem starfandi dómsmálaráðherra eftir að William Barr sagði af sér.EPA/YURI GRIPAS Þriggja tíma deilur Clark hafði gert Trump ljóst að hann myndi rannsaka linnulausar og jafnframt innihaldslausar dylgjur þáverandi forsetans og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Hann hafði einnig rætt við Trump hvernig hann hefði getað haldið völdum. Þá er Clark sagður hafa hótað og þvingað Rosen til að senda bréf til ráðamanna í Georgíu, þar sem því var ranglega haldið fram að Dómsmálaráðuneytið hefði komist á snoðir um ósamræmi í kosningunum í ríkinu. Clark reyndi að fá Rosen og Donoghue til að senda bréfið einnig til ráðamanna í öðrum ríkjum þar sem Trump-liðar höfðu varpað fram ósönnum fullyrðingum um kosningarnar. Því neituðu þeir og við það reiddist Trump mjög. Trump var reiður Rosen Samkvæmt frétt Washington Post hafði Rosen um nokkuð skeið neitað að verða við kröfum Trumps um að rannsaka margar ásakanir Trump-liða. Hann sagði að ráðuneytið myndi bara rannsaka trúverðugar ásakanir. Trump vildi skipa Jeffrey Clark sem starfandi dómsmálaráðherra.EPA/YURI GRIPAS Áðurnefnd skýrsla var unnin af Demókrötum í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Í tilkynningu segir Richard J. Durbin, formaður nefndarinnar, að skýrslan sýni hve nálægst því Bandaríkin voru að lenda í mikilli stjórnarskrárkrísu og að þökk sé dyggum starfsmönnum Dómsmálaráðuneytisins hafi Trump ekki tekist að nota það í persónulegum tilgangi. Þó hann hafi reynt. Þann 18. desember var haldinn annar fundur í Hvíta húsinu sem hefur verið lýst sem þeim „brjálaðasta“ i forsetatíð Trumps. Birtu eigin skýrslu Repúblikanar, sem eru í minnihluta, birtu einnig skýrslu í dag þar sem þeir segja Trump ekkert rangt hafa gert. Hann hafi hlustað á ráðgjafa sína og hætt við að skipta Rosen út. Þeir segja einnig að lygar Trump-liða um kosningarnar hafi verið réttmætar. Clark hefur enn ekki viljað ræða við meðlimi nefndarinnar en þeir hafa beðið lögmannasamtök District of Columbia, sem veita lögfræðingum leyfi í Washington DC, um að rannsaka Clark fyrir meint agabrot. Barr beitti sér einnig Þingmennirnir komust einnig að því að William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra, krafðist þess að starfsmenn ráðuneytisins rannsökuðu ásakanir um kosningsvik jafnvel eftir að aðrir rannsakendur höfðu sagt ásakanirnar rangar. Meðal annars eina frá Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og fyrrverandi lögmanni Trumps, sem sagðist hafa undir höndum myndband sem sýndi Demókrata reka eftirlitsaðila Repúblikanaflokksins frá kjörstað í Georgíu og troða kjörseðlum í kjörkassa. Innanríkisráðherra Georgíu hafði áður skoðað myndbandið og sagt Giuliani hafa rangt fyrir sér. Í byrjun desember, skömmu áður en hann sagði af sér, sagði Barr opinberlega að Dómsmálaráðuneytið hefði engar sannanir fundið fyrir umfangsmiklum kosningasvikum sem hefðu skipt máli í kosningunum. Eftir það var Trump sagður reiður Barr og neitaði hann að segja að hann bæri enn traust til Barr. Sjá einnig: Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Þá tók Rosen við sem starfandi dómsmálaráðherra. Á fundinum í Hvíta húsinu þann 3. janúar, sögðu Rosen og Donoghue, auk annarra yfirmanna Dómsmálaráðuneytisins sem voru á fundinum, að þeir myndu allir segja af sér. Þeir sögðu einnig að líklega myndu fleiri starfsmenn ráðuneytisins segja af sér og sömuleiðis saksóknarar og aðrir. Samkvæmt skýrslunni sagði Pat Cipollone, æðsti lögmaður Hvíta hússins, að hann myndi einnig segja af sér. Næstráðandi hans var sammála. Að endingu, eftir þriggja tíma fund, ákvað Trump að reka Rosen ekki úr embætti. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. 26. ágúst 2021 11:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Þessari ætlun sinni sagði Trump frá á fundi í Hvíta húsinu þann 3. janúar, samkvæmt nýrri bráðabirgðaskýrslu frá öldungadeild Bandaríkjaþings. Joe Biden tók við embætti þann 20. janúar. New York Times sagði fyrst frá skýrslunni í dag. Trump byrjaði fundinn á því að segja við Jeffrey Rosen, sem var þá starfandi dómsmálaráðherra, með því að segja: „Eitt sem við vitum er að þú, Rosen, munt ekki gera neitt til að snúa kosningunum.“ Það er samkvæmt Rosen sjálfum og Richard Donoghue, næstráðanda hans, en við tóku þriggja tíma deilur sem enduðu á því að Trump hætti við að skipta Rosen út fyrir Jeffrey Clark. Jeffrey Rosen tó við sem starfandi dómsmálaráðherra eftir að William Barr sagði af sér.EPA/YURI GRIPAS Þriggja tíma deilur Clark hafði gert Trump ljóst að hann myndi rannsaka linnulausar og jafnframt innihaldslausar dylgjur þáverandi forsetans og bandamanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum sem haldnar voru í nóvember 2020. Hann hafði einnig rætt við Trump hvernig hann hefði getað haldið völdum. Þá er Clark sagður hafa hótað og þvingað Rosen til að senda bréf til ráðamanna í Georgíu, þar sem því var ranglega haldið fram að Dómsmálaráðuneytið hefði komist á snoðir um ósamræmi í kosningunum í ríkinu. Clark reyndi að fá Rosen og Donoghue til að senda bréfið einnig til ráðamanna í öðrum ríkjum þar sem Trump-liðar höfðu varpað fram ósönnum fullyrðingum um kosningarnar. Því neituðu þeir og við það reiddist Trump mjög. Trump var reiður Rosen Samkvæmt frétt Washington Post hafði Rosen um nokkuð skeið neitað að verða við kröfum Trumps um að rannsaka margar ásakanir Trump-liða. Hann sagði að ráðuneytið myndi bara rannsaka trúverðugar ásakanir. Trump vildi skipa Jeffrey Clark sem starfandi dómsmálaráðherra.EPA/YURI GRIPAS Áðurnefnd skýrsla var unnin af Demókrötum í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Í tilkynningu segir Richard J. Durbin, formaður nefndarinnar, að skýrslan sýni hve nálægst því Bandaríkin voru að lenda í mikilli stjórnarskrárkrísu og að þökk sé dyggum starfsmönnum Dómsmálaráðuneytisins hafi Trump ekki tekist að nota það í persónulegum tilgangi. Þó hann hafi reynt. Þann 18. desember var haldinn annar fundur í Hvíta húsinu sem hefur verið lýst sem þeim „brjálaðasta“ i forsetatíð Trumps. Birtu eigin skýrslu Repúblikanar, sem eru í minnihluta, birtu einnig skýrslu í dag þar sem þeir segja Trump ekkert rangt hafa gert. Hann hafi hlustað á ráðgjafa sína og hætt við að skipta Rosen út. Þeir segja einnig að lygar Trump-liða um kosningarnar hafi verið réttmætar. Clark hefur enn ekki viljað ræða við meðlimi nefndarinnar en þeir hafa beðið lögmannasamtök District of Columbia, sem veita lögfræðingum leyfi í Washington DC, um að rannsaka Clark fyrir meint agabrot. Barr beitti sér einnig Þingmennirnir komust einnig að því að William Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra, krafðist þess að starfsmenn ráðuneytisins rannsökuðu ásakanir um kosningsvik jafnvel eftir að aðrir rannsakendur höfðu sagt ásakanirnar rangar. Meðal annars eina frá Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og fyrrverandi lögmanni Trumps, sem sagðist hafa undir höndum myndband sem sýndi Demókrata reka eftirlitsaðila Repúblikanaflokksins frá kjörstað í Georgíu og troða kjörseðlum í kjörkassa. Innanríkisráðherra Georgíu hafði áður skoðað myndbandið og sagt Giuliani hafa rangt fyrir sér. Í byrjun desember, skömmu áður en hann sagði af sér, sagði Barr opinberlega að Dómsmálaráðuneytið hefði engar sannanir fundið fyrir umfangsmiklum kosningasvikum sem hefðu skipt máli í kosningunum. Eftir það var Trump sagður reiður Barr og neitaði hann að segja að hann bæri enn traust til Barr. Sjá einnig: Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Þá tók Rosen við sem starfandi dómsmálaráðherra. Á fundinum í Hvíta húsinu þann 3. janúar, sögðu Rosen og Donoghue, auk annarra yfirmanna Dómsmálaráðuneytisins sem voru á fundinum, að þeir myndu allir segja af sér. Þeir sögðu einnig að líklega myndu fleiri starfsmenn ráðuneytisins segja af sér og sömuleiðis saksóknarar og aðrir. Samkvæmt skýrslunni sagði Pat Cipollone, æðsti lögmaður Hvíta hússins, að hann myndi einnig segja af sér. Næstráðandi hans var sammála. Að endingu, eftir þriggja tíma fund, ákvað Trump að reka Rosen ekki úr embætti.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. 26. ágúst 2021 11:20 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Sjá meira
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50
Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00
Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07
Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. 26. ágúst 2021 11:20