Erlent

Kortanúmerum og lykilorðum ekki stolið frá Twitch

Samúel Karl Ólason skrifar
Óljóst er hver mikið magn gagna tölvuþrjóturinn kom höndum yfir.
Óljóst er hver mikið magn gagna tölvuþrjóturinn kom höndum yfir. Getty/Hakan Nural

Forsvarsmenn Twitch, vinsællar streymisveitu, segja að fullum kreditkortanúmerum notenda hafi ekki verið stolið. Þá hafi ekkert sést sem bendi til þess að lykilorðum hafi einnig verið stolið í umfangsmiklum gagnaleka.

Starfsmenn streymisveitunnar, sem er í eigu Amazon, vinna nú hörðum höndum að því að rannsaka lekann en útlit er fyrir að tölvuþrjótur hafi notað galla í stillingu vefþjóna til að koma höndum yfir gögnin, samkvæmt yfirlýsingu.

Meðal þess sem gögnin innihalda eru upplýsingar um tekjur þeirra sem vinna efni á veitunni, frumkóða streymisveitunnar og gögn sem benda til þess að Twitch hafi unnið að þróun leikjaveitu.

Sjá einnig: Tölvuþrjótur ræðst á streymisveituna Twitch

Þrátt fyrir að Twitch segir tölvuþrjótinn ekki hafa náð lykilorðum notenda hefur þeim verið ráðlagt að breyta um lykilorð.

Óljóst er hver mikið magn gagna tölvuþrjóturinn kom höndum yfir. Hann deildi 125 gígabætum á netinu í vikunni en kallaði það „Fyrsta hluta“ sem gefur til kynna að von sé á meiru.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.