Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 21:08 Verkfræðingar Facebook sitja nú sveittir við að reyna að komast fyrir truflanirnar á helstu þjónustum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Fréttin hefur verið uppfærð eftir að þjónustan komst aftur í lagi. Textinn hér fyrir neðan var skrifaður tæpri klukkustund áður en það gerðist. Notendur Facebook, Messenger, Instagram, Whatsapp og Oculus VR urðu fyrst varir við að eitthvað væri ekki með felldu skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Ekkert hefur komið fram um hvað olli því en grunur leikur á að um að vandamálið tengist svonefndu lénsheitakerfi (DNS). Kerfið „þýðir“ slóðir eins og facebook.com yfir á IP-tölu til að beina netverjum á réttan stað. Bandaríska viðskiptafréttastöðin CNBC segir að truflunin sé sú umfangsmesta á Facebook frá árinu 2008. Hún hafði áhrif á um áttatíu milljónir notenda. Nú hefur Facebook hins vegar um þrjá milljarða notenda. Truflunin virðist hafa haft mikil áhrif á starfsemi innan höfuðstöðva Facebook. Vefmiðilinn The Verge segir að innri kerfi fyrirtækisins liggi niðri og starfsmenn hafi brugðið á það ráð að nota tölvupóstforritið Outlook frá Microsoft til þess að hafa samskipti sín á milli. Þeir geti þó ekki tekið við tölvupóstum utan fyrirtækisins. Verkfræðingar hafa verið sendir í gagnaver Facebook í Bandaríkjunum til þess að reyna að leysa vandamálið. Verge segir að þrátt fyrir miklar vangaveltur um mögulegt tölvuinnbrot hjá Facebook þá bendi ekkert til þess ennþá að nokkuð saknæmt búi að baki trufluninni. New York Times segir að Facebook hafi lengi stefnt að því að samþætta tæknina að baki helstu samfélagsmiðla sinna undanfarin ár. Heimildir blaðsins innan öryggisteymis Facebook herma að ólíklegt sé að tölvuárás valdi truflununum nú þar sem kerfin að baki ólíkra miðla þess séu enn svo ólík að ólíklegt sé að eitt tölvuinnbrot hefði áhrif á þá alla. Facebook átti þegar í vök að verjast eftir að uppljóstrari innan fyrirtækisins greindi frá skýrslum sem gerðar hefðu verið fyrir samfélagsmiðlarisann sem sýndu fram á neikvæð áhrif hans á samfélagið og að Instagram væri skaðlegt fyrir geðheilsu táninga.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48