Íslenski boltinn

Tölvupóstur frá Öfgum tekinn fyrir á stjórnarfundi KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spjótin hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum.
Spjótin hafa staðið á KSÍ á undanförnum vikum. vísir/vilhelm

Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands á mánudaginn.

Efni tölvupóstins var tekið fyrir á stjórnarfundi KSÍ á þriðjudaginn. Erindið var fært í trúnaðarbók og ekki er nánar fjallað um tölvupóstinn í fundargerðinni.

Fundargerðina má nálgast með því að smella hér.

Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í landsliðshópinn sem mætir Armeníu og Liechtenstein 8. og 11. október.

Að sögn landsliðsþjálfarans Arnars Þórs Viðarssonar var Aron Einar ekki valinn vegna utanaðkomandi aðstæðna. Arnar sagði að það hafi verið sín ákvörðun að velja Aron Einar ekki í hópinn og að stjórn KSÍ hafi hvergi komið nærri þeirri ákvörðun.

Aron Einar sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann fordæmdi það að hann hafi ekki verið valinn í landsliðið þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. Hann sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af landsliðsvalinu og sett sig til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar þvertekur fyrir að hafa beitt ofbeldi og segist vera saklaust fórnarlamb slaufunarmenningar innan KSÍ.

Í samtali við Vísi hafnaði Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, því að stjórn sambandsins hafi skipt sér af landsliðsvalinu.

Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi nýverið tekið upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti Arons Einars frá því fyrir ellefu árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.