Lögregla sögð hafa tekið mál Arons Einars aftur til rannsóknar Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 22:08 Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Þetta herma heimildir RÚV sem segir í frétt sinni að kæra hafi verið lögð fram vegna málsins á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli hafi nýlega óskað eftir því að rannsóknin yrði tekin upp að nýju og lögregla orðið við því. Í yfirlýsingu sem Aron sendi út í dag þvertekur hann fyrir að hafa brotið á neinum og segir að lögregla hafi aldrei haft samband við hann vegna nokkurs máls eða boðað í yfirheyrslu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Tilkynnt var í dag að Aron yrði ekki í landsliðshóp Íslands fyrir undankeppni HM í fótbolta. Aron fordæmdi ákvörðunina í yfirlýsingu og telur ástæðuna vera sögusagnir um umrætt atvik. Í yfirlýsingunni segist Aron ætla að óska eftir því við lögregluyfirvöld að fá að gefa skýrslu um þetta kvöld fyrir ellefu árum. Hafna því að stjórnin hafi skipt sér af valinu Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af vali hópsins og komið í veg fyrir að hann myndi spila með liðinu. Arnar landsliðsþjálfari sagði aðspurður á blaðamannafundinum í dag að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. Gísli Gíslason, fráfarandi varaformaður KSÍ, hafnaði því alfarið í svari til fréttastofu í kvöld að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56 Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. 30. september 2021 20:56
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36