Erlent

Stofn­and­i stórs net­ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is hand­tek­inn fyr­ir land­ráð

Samúel Karl Ólason skrifar
Ilya Sachkov gæti verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar.
Ilya Sachkov gæti verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar. EPA/YURI KOCHETKOV

Stofnandi eins stærsta netöryggisfyrirtækis Rússlands var handtekinn í gær vegna gruns um hann hafi framið landráð. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald en gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.

Hinn 35 ára gamli Ilya Sachkov stofnaði Group IB með Dmitry Volkov árið 2003 en það er eitt helsta netöryggisfyrirtæki Rússlands. Samhliða því að hann var handtekinn gerðu lögregluþjónar húsleit á skrifstofum fyrirtækisins í Mosvku og Pétursborg, samkvæmt frétt Reuters.

Fréttaveitan segir rússneska fjölmiðla hafa heimildir fyrir því að Sachkov sé sakaður um að hafa starfað með ótilgreindri erlendri leyniþjónustu. Þá er hann sagður hafna þeim ásökunum.

Global IB sérhæfir sig í rannsóknum á netglæpum og starfar meðal annars með bönkum, orkufyrirtækjum og samskiptafyrirtækjum um allan heim. Þar að auki hefur fyrirtækið átt í samstarfi með Interpol og löggæslustofnunum í Rússlandi.

Undanfarna mánuði hafa nokkrir Rússar sem komið hafa að þróun ofur-hljóðfrárra eldflauga verið handteknir vegna gruns um landráð.

Moscow Times segir sjaldgæft að saksóknarar veiti miklar upplýsingar um mál sem snúa að lándráði. Slík dómsmál séu oft ríkisleyndarmál og fari fram fyrir luktum dyrum.


Tengdar fréttir

Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum

Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT.

Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku

Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×