Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 16:18 Alexei Navalní situr í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð vegna umdeilds dóms frá 2014. AP/Alexander Zemlianichenko Ráðamenn í Rússlandi hafa opnað enn eitt dómsmálið gegn stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Að þessu sinni er hann sakaður um að stofna öfgasamtök og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Tilvist málsins var opinberuð af yfirvöldum í Rússlandi í dag. Í yfirlýsingunni er háttsemi Navalnís og annarra lýst sem glæpsamlegri. Þar segir að hann og bandamenn hans hafi ætlað að koma óorði á yfirvöld Rússlands og stefnumál þeirra, grafa undan stöðugleika og ýta undir mótmæli meðal almennings. Markmiðið væri að leiða til ofbeldisfullrar valdatöku. Í frétt Reuters segir að bandamenn Navalnís og aðrir meðlimir samtakanna séu einnig með stöðu grunaðra vegna sama máls. Navalní er þegar í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra. Það var eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Nýja málið gegn Navalní byggir á lögum um öfgasamtök sem yfirvöld í Rússlandi hafa notað gegn samtökum Navalnís. Hann er nú sakaður um að hafa stofnað öfgasamtök en fjölmörgum sjálfstæðum fjölmiðlum í Rússlandi hefur verið lokað á grundvelli laganna á undanförnum mánuðum. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Samtök Navalnís, Sjóður gegn spillingu, hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Þau voru skilgreind sem öfgasamtök í júní. Fjölmargir bandamenn Navalnís hafa verið handteknir eða flúið land á eftir að samtökin voru skilgreind sem öfgasamtök. Sjá einnig: Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Navalní var í febrúar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa rofið skilorð og var gert að sitja inni í tvö og hálft ár þar sem hann hafði áður verið í stofufangelsi í eitt ár. Hann var dæmdur eftir að hann sneri aftur til Moskvu frá Þýskalandi fyrir að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Navalní átti að gefa sig fram við lögreglu með reglulegu millibili. Það gerði hann ekki undir lok síðasta árs enda var hann á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum í borginni Tomsk. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dómsins frá 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Hann sneri þó aftur til Rússlands um leið og hann gat, að eigin sögn, og var handtekinn við komuna til landsins. Skömmu síður var hann svo dæmdur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira